Morgunn


Morgunn - 01.06.1977, Side 39

Morgunn - 01.06.1977, Side 39
MAÐURINN STENDUR EKKI EINN 37 gífurlegum hraða ekki lagt undir sig jörðina? Sökum þess, að þau hafa ekki lungu, eins og maðurinn; þau anda gegn um pípur. En þegar skordýrið vex vaxa pípurnar ekki að sama skapi i hlutfalli við stækkun líkamans. Þess vegna hafa veru- lega stór skordýr aldrei lifað; þessi takmörk vaxtarins hafa haft hemil á þeim. Ef ekki hefði verið séð fyrir þessum lík- amlegu takmörkum gæti maðurinn ekki verið til. Imyndið ykkur að mæta gaddflugu á stærð við ljón! I sjöunda lagi: Sú stdðreynd, d8 máSurinn skuli geta gert sér hugmynd um Gu8, er í sjálfu sér einstök sönnun. Guðshugmyndin á rætur sínar að rekja til guðlegs eigin- leika mannsins, sem hann einn býr yfir í heiminum, eigin- leika þess, sem við köllum ímyndunarafl. Með hjálp þessa afls getur maðurinn — og maðurinn einn — fundið sannanir fyrir ósjáanlegum hlutum. Sú útsýn, sem þetta afl opnar okk- ur, er takmarkalaus. Þegar fullkomið ímyndunarafl manns verður andlegur raunveruleiki, kann hann í öllum sönnun- um fyrir skipulagi og tilgangi, að greina hinn mikla sann- leika, að himininn er hvað sem er og hvar sem er; að Guð er alls staðar og i öllu, en hvergi jafnnærri og í hjörtum okkar. Það er vísindalegur sannleikur sem segir i Davíðssálmum: „Himnarnir segja frá Guðs dýrð, og festingin kunngjörir verkin hans lianda.“

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.