Morgunn


Morgunn - 01.06.1977, Side 55

Morgunn - 01.06.1977, Side 55
SPURNING BENEDIKTS ÁSGRÍMSSONAR 53 Móðurfaðir Benedikts Ásgrimssonar var síra Benedikt Magnússon (1782-1843) á Mosfelli í Mosfellssveit. Það heyrði jeg endur fyrir löngu, en veit ekki hvort rjett er, að skyldleiki væri með þeim Benedikt Ásgrimssyni og Einari Benediktssyni. Þegar Einar hafði sett upp prentsmiðju í Reykjavík, fór Bene- dikt þangað með rit sín til prentunar, en liafði áður látið prenta þau í annari prentsmiðju. En vitanlega þarf það ekki að vera, að hann hafi gert þetta sökum frændsemi við Einar; og ekki veit jeg heldur hvort Einar hefir haft síra Benedikt Magnússon í huga er hann orti hið meistaralega kvæði sitt um „Messuna á Mosfelli.11 Enn er það eitt, að um niðja Bene- dikts gullsmiðs veit jeg ekki annað en það, sem allir vita, að núverandi borgarstjóri Reykjavíkur er sonarsonur hans. Og alt er þetta ekki annað en formáli að fáum orðum um spurn- ingu Benedikts. Enginn var nokkru sinni traustari heimildarmaður en Þor- kell Þorláksson stjómarráðsritari um það, er hann vissi af eigin raun. Það sagði hann mjer, að eitt sinn var hann boðinn í skírnarveizlu í Reykjavik. Meðal þeirra er boðið sátu var Benedikt gullsmiður. Svo er ekki frá öðru að segja, en að hvit- voðungurinn var skírður og ekkert sögulegt bar við. Síðan er fólkinu raðað við kaffiborðið og þar talast menn við. Meðan þar er setið, spyr Benedikt: „Hver var hann þessi maður fram við dvrnar, sem fór strax þegar athöfninni var lokið?“ Menn verða hvumsa við og lí tur hver á annan, en enginn segir neitt, enda hafði enginn verið frammi við dymar, og enginn farið. Benedikt skildi á augabragði að hann hafði sjeð það sem eng- um hafði birzt öðrum. En það sem Þorkell dáðist að var það, hve eldfljótur Benedikt var að hefja máls á öðm efni, svo að engum gafst tækifæri til að víkja að spumingu hans. Henni er þvi enn ósvarað. Og svo er langt um liðið að líklega er nú nýskírða barnið burt flutt af jarðneska sviðinu. En margar mætti segja þær sögurnar þessu líkar, ef eftir þeim væri leitað. Þær eru sannast að segja altaf að gerast.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.