Morgunn


Morgunn - 01.06.1977, Page 60

Morgunn - 01.06.1977, Page 60
58 MORGUNN neitt, aðeins skrifa það, sem Dickens segði honum meðan hann væri í dásvefninum. Stundum skrifaði hann margar blaðsíður, stundum aðeins örfáar línur. Loks kom bókin á markaðinn tæpu ári eftir að James hyrj- aði á henni. Bókmenntagagnrýnendur voru sem steini lostnir. Hér var verk eftir ungan höfund sem skrifaði nákvæmlega eins og hinn látni Dickens. En allir luku miklu lofsorði á hókina. I blaði einu í Springfield Massachussetts var James kallaður verðugur eftirmaður snillingsins Dickens, og blað eitt í Boston lofaði bókina hástemmdum orðum. Greinin endaði á þesstun orðum: „James hefði aldrei getað skrifað þessa bók án aðstoð- ar Dickens.“ Arthur Conan Doule, höfundur sagnanna um hinn ódauð- lega Sherlock Holmes, skrifaði grein um Thomas James í tímaritið Fortinightly Review í desember 1927. Hann segir þar, að James hafi hvorki fyrr né síðar sýnt neina rithöfund- arhæfileika nema rétt á meðan hann skrifaði þessa sögu. Hann hefði engrar menntunar notið, nema fimm vetra skólagöngu í barnaskóla, en samt hafði hann á valdi sínu, þegar hann skrifaði þessa bók, ritstíl, orðaforða og jafnvel hugsanagang Charles Diclcens. J>að var sannarlega vel af sér vikið. Og hvað varð svo um Thomas James? Frægð hans var skammvinn, og er hans að engu getið, hvorki í sambandi við ritstörf né spiritisma eftir þetta. Þegar hann andaðist var hann öllum gleymdur. En í nokkrum bókasöfnum eru til eintök af bók, sem kall- ast: Sagan af Edwin Drood, sakamálasaga eftir Charles Dick- ens og Thomas James.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.