Morgunn


Morgunn - 01.06.1977, Page 67

Morgunn - 01.06.1977, Page 67
BÆKUR 65 Þetta samtal leiddi til þess að þeim Sir Hubert og Harold Sherman kom saman um það að gera tilraunir með hugs- anaflutning. Ákváðu þeir að „mæla sér mót á hugsviðinu“ meðan leiðangurinn stæði þrisvar í viku á nánar ákveðnum tímum. Hér er ekki rúm til að rekja þessar tilraunir nánar, en að- eins skal vakin athygli á því, að þegar tilraununum lauk og samanburður var gerður á dagbók Wilkins og því, sem Har- old Sherman hafði ritað niður kom í ljós, að af þeim liundr- uðum hugboða, sem Sherman ritaði niður, reyndust um 70 af hundraði vera rétt. Síðan þessar tilraunir fóru fram, en þær voru skoðaðar brautryðjendastarf á þeim dögum, hefur áhugi bæði leik- manna og vísindamanna á þessum efnum öllum sífellt auk- izt. Eins og við höfum sjálf séð hér í sjónvarpinu okkar er nú orðið algengt að gerðir séu kynningarþættir í fjölmiðlum þar sem lýst er margs konar fyrirbærum, sem hafa verið sönnuð og staðfest svo að óyggjandi er. Þessi mál verða ekki lengur afgreidd með axlaypptingum eða fyrirlitningu ófróðra manna, sem vaða í þeirri villu, að það sem þeir vita ekki eða skilja geti ekki átt sér stað. Vísindastofnanir víða um heim gera nú í sífellt vaxandi mæli tilraunir til rannsókna á hinum ótrú- legu möguleikum mannsandans. Það má því segja, að loksins sé farið að sinna rannsóknum þeim á mannshuganum, sem Sir Hubert Wilkins kallaði „stórkostlegasta verkefni mann- kynsins“ en Einar H. Kvaran skáld „Mikilvægasta málið í heimi“. Ástæðan er augljós: Við erum farin að gera okkur grein fyrir því, að við getum ekki lengur fundið fullkomið öryggi eða fullnægingu í veraldlegum gæðum einum saman og það dylst engum lengur að þessi fimm skilningarvit okkar megna ekki að skýra nema tiltölulega litið af því, sem fyrir okkur ber í þessum heimi. Enda vita það allir, að mörg dýr hafa á ýmsum sviðum miklu fullkomnari skilningarvit en maður- inn. Það er því i meira lagi barnalegt, að lialda, að skynjun venjulegs manns veiti fullkomna mynd af raunveruleikanum. 5

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.