Morgunn


Morgunn - 01.06.1977, Page 71

Morgunn - 01.06.1977, Page 71
BÆKUR 69 sem séra E. A. Stutton gerði með hinni brezku hátíðarútgáfu þessarar bókar, sem kom út 29. janúar 1938, og er hann mjög þarfur þeim íslenzkum lesendum sem lítið vita um Sweden- horg. 1 upphafi ritverks síns Arcana Coelestia skrifar Sweden- horg: Fyrir guðlega náð hefur mér veitzt nú um nokkurra ára bil að vera stöðuglega og óslitið í samfélagi við anda og engla, þar sem ég heyri þá tala og ræddi við þá á móti. Á þennan hátt hefur mér leyfzt að sjá og heyra undursamlega hluti, er eiga sér stað í öðru lífi, og sem ekki hafa fyrr komizt til vit- undar eða gengið inn í hugsanir nokkurs lifandi manns vor á meðal. Eg hef verið fræddur þar um efni er varða hinar ýmsu tegundir anda, ástand sálarinnar eftir dauðann, hel, eða hið sorglega ástand hinna trúlausu, himnana, eða hið ólýsanlega hamingjuástand hinna trúuðu, og þó sérstaklega varðandi trúarlærdómana, sem játaðir eru og viðurkenndir um gjörvöll ríki himnanna í heild sinni“. (Þýðing Sv. Ól.). Kenningar Swedenhorgs eru víða mjög heillandi og fagrar, eins og þessi bók ber vitni. Til þess að átta okkur á því skul- um við til dæmis spyrja hann um það, hvernig þetta himna- ríki, sem honum verður svo tíðrætt um, sé. (1 svörum hans er stuðzt við fleiri rit en það sem hér er sérstaklega til um- ræðu). Jú, það er stöðugt ástand kærleika í verki. Kærleiksríkt líf nær út yfir gröf og dauða. Enda er dauðinn einungis fram- hald lífsins. Hann táknar hvorki umbreytingu né endalok núverandi tilveru. Og Swedenhorg lætur sér ekki nægja þess- ar fullyrðingar, lieldui’ lýsir lífinu eftir dauðann í einstökum atriðum: „Það líða aðeins nokkrir dagar eftir dauða líkamans þang- að til maðurinn fer inn í annan heim“, segir hann. Þegar maðurinn deyr líkamsdauða er hann leiddur inn i visst ástand, sem er mitt á milli svefns og vöku, en í þessu ástandi finnst honum hann samt vera glaðvakandi. öll skilningarvit hans eru eins næm og þegar hann var vakandi i líkama sínum. Og

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.