Morgunn


Morgunn - 01.06.1977, Page 72

Morgunn - 01.06.1977, Page 72
70 MORGUNN þegar andinn fer að venjast umhverfi sínu smátt og smátt og gera sér grein fyrir dauða sinum, þá bregður mörgum í brún, því sá heimur sem hann er staddur í er svo svipaður þeim sem hann yfirgaf, að margir neita að trúa því yfirleitt, að þeir séu í rauninni dánir. Þannig kemst hinn nýkomni andi að því að hann hefur líkama, svipaðan þeim, sem hann yfirgaf; hann hittir fyrir sams konar fólk og hann vandist á jörðinni, og hann sér í kringum sig svipaða hluti og atburði og hann var vanur. Hann nýtur með öðrum orðum raunverulegrar, áþreif- anlegrar tilveru. Nú, er þetta þá öldungis eins og lífið hérna megin? Nei, á því er einn reginmunur. Skilningarvit manns eru miklu næm- ari, miklu meira lifandi. En maðurinn tekur ekki einungis með sér skilningarvit sín, heldur einnig skoðanir sinar, for- dóma, venjur og öll þau sálarlegu áhrif, sem uppeldi hans og hfsreynsla i fyrra lífi leiddi af sér. Þannig hafa ýmsar göf- ugar sálir þráð til dæmis að eiga viðræður við vitrustu menn allra alda og fá nú ósk sina uppfyllta. öðrum guðhræddum sálum hefur á jörðunni verið komið til að trúa þvi, að á himnum sé sifelldur samfagnaður og allur timinn fari í bæna- stundir og tilbeiðslu. Þessum öndum er leyft að ganga í must- eri og framkvæma þar helgiathafnir sínar, eins lengi og þeim þóknast. Komast þeir fyrst i hrifningarástand, en þegar lang- ur bænatimi er liðinn tekur að draga úr ákafanum — suma tekur að syfja, aðrir taka að geyspa eða hrópa um það að losna, og allir verða þannig að lokum uppgefnir á óhófi þess- arar tilbeiðslu. Að lokum læra andarnir hvert er hið sanna eðli himna. En það liggur í þeim unaði, að gera eitthvað, sem er öðrum og sjálfum manni til góðs. Með öðrum orðum, að tilbiðja Guð iiggur ekki í sifelldum sálmasöng. Það liggur i því að láta ávexti kærleikans njóta sin — þ. e. að vinna af dyggð, ein- lægni og iðni að þvi starfi sem hentar manni bezt, því að í þessu liggur guðsástin, og þvi að elska náunga sinn. Það þarf vart að taka það fram að þessi mildi maður fann öllum góðum mönnum stað í himnaríki, hvort sem þeir voru

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.