Morgunn


Morgunn - 01.06.1987, Side 30

Morgunn - 01.06.1987, Side 30
sem brátt sameinuðust í einn. Dimmrauðir ljósglampar sáust við og við lýsa gegnum þykknið og þá sá eg hver fylkingar vopn- aðra manna færðust með skýinu á sjó og landi í átt til Ameríku, sem hulin var skýjaþykkni. Ósljóst sá ég þessa herskara leggja landið í auðn, brenna og sprengja í loft upp borgir og bæi. Ég heyrði fallbyssudrunur, sverðaglamur og í gegnum allt þetta hróp milljónanna, sem veinuðu í dauðans angist. Þá heyrði ég aftir hinar dularfullu rödd segja: „Sonur lýðveldisins, líttu á.“ Þegar röddin var þögnuð, blés skuggaengillinn enn einn tón í lúðurinn, langan og ógnvekjandi. í sömu svifum barst birta að ofan sem frá þúsund sólum og sundraði skýinu dimma, sem hulið hafði Ameríku. Um leið kom engillinn, sem enn bar á höfði sér hið skínandi orð „Sam- bandsríkið“, af skýjum ofan ásamt herskara bjartra anda og bar þjóðfánann í annarri hendi, en sverð í hinni. Samstundis fylktu hinir björtu andar sér í lið með amerísku þjóðinni, sem virtist að þrotum komin, og óx henni við það kjarkur og ný sókn var hafin. Gegnum vopnagnýinn heyrði ég aftur til hinnar dul- arfullu raddar, sem sagði: „Sonur lýðvcldisins, líttu á.“ Nú dreypti engill skuggans í síðasta sinn vatni úr hafinu yfir megin- land Ameríku og hörfaði þá hið dimma ský aftur frá landinu sömu leið og það hafði komið ásamt öllum herfylkingunum, skiljandi amerísku þjóðina eftir, sigri fagnandi. Enn á ný sá ég rísa borgir og bæi og ég sá engilinn bjarta setja hið bláa tákn friðarins niður á meðal þjóðarinnar um leið og hann kallaði hárri röddu: „Meðan stjörnurnar standa og himn- arnir senda dögg niður til jarðarinnar, mun Sambandsríkið vara við lýði.“ Og hann tók af enni sér hina lýsandi kórónu þar sem á var ritað orðið „Sambandsríki“ og lét hana ofan á þjóðfán- ann, en þjóðinn féll á kné og sagði: „Amen“. Smám saman leystist sýnin upp og hvarf og að síðustu sá ég ekki annað eftir en þokumökkinn hvíta, sem ég hafði séð mynd- ast í fyrstu. Loks hvarf hann einnig og sá ég þá aftur standa andspænis mér hina dularfullu kvenveru og sagði hún með sömu rödd og ég fyrr hafði heyrt: „Sonur lýðveldisins, þú hefur séð táknmynd af því, sem koma skal. Þrjár miklar ógnir munu 28 MORGUNN

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.