Morgunn


Morgunn - 01.06.1987, Page 64

Morgunn - 01.06.1987, Page 64
PETER ANDERSSON OG GORDON ADAMS Hugsanaflutningur - P. S. í Hugsanaflutningur í sundskýlum einum klæða TELEPATHY, hugsanaflutningur, reynist öllu erfiðari við- fangs en skyggnigáfa. Má það augljóst vera, er maður gerir sér ljóst, að fyrra atriðið verður að byggja á samstillingu tveggja mannshuga að einu og sömu hugsun eða sömu huglægu myndum, en hið síðara byggir aðeins á hugsýnum einnar mannssálar. Til þess að koma á hugsanaflutningi á milli manna verður ekki betur séð en að þar verði sú regla að ráða, að að- standendur búi yfir samhygð í afstöðu sinni hvort til annars eða þá að annar þeirra sé haldinn sérlega sterkum áhrifamætti. Við- takandi virðist þá heldur ekki mega vera gagntekinn af öðrum umhugsunarefnum. Oft munum við telja okkur hafa lifað þau augnablik, er ein- hver, sem okkur er nákominn eða einhver, sem á þeirri stundu virðist samstilltur okkur á einhverja lund, hafði hið sama og við í huga áður en það var orðað. Þarna virðist hugsanaflutingur iðulega hafa átt sér stað, án nokkurrar viðleitni af okkar hálfu til þess að vera að reyna hann. En það er annað mál og óað- gengilegra að skapa skilyrði til hugsanaflutnings, þannig að unnt sé að fylgjast með honum af gagnrýni og skrá niðurstöð- urnar af nákvæmni. Það þarf því engan að undra, þótt sú hafi orðið reyndin á, að margar af bestu rannsóknum á þessu sviði skuli einmitt hafa verið unnar af vísindamönnum, sem sjálfir tóku þátt í tilraun- unum og nutu þar aðstoðar fólks, sem þeir stóðu í nánum tengslum við. Líkur benda til þess, að sá „sjálfstilraunamanna11, 62 MORGUNN

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.