Morgunn


Morgunn - 01.06.1987, Page 67

Morgunn - 01.06.1987, Page 67
tilvikum ótrúlega góðar eftirlíkingar af þeim myndum, sem Sinclair hafði haft í huga, en voru ekki svo nauðalíkar, að hún gæti alltaf gert sér grein fyrir því, hvað þær ættu að sýna. Svipaðar tilraunir gerði breski dulsálarfræðingurinn Anthony Cornell 1964, en þó óneitanlega öllu umfangsmeiri. Tók hann með sér tvo „sendendur“ í flugvél frá London til Glasgow, en „viðtakendur“ voru hvorki meira né minna en 72 talsins, dreifð- ir um Bretland þvert og endilangt. En það þarf meira en svona frumlegar tilraunir til þess að eyða tortryggni gagnýnendanna, jafnvel þótt þær virtust gefa góða raun. Það er fyrir þá sök, sem rannsóknir á hugsanaflutn- ingi hafa orðið að grípa til tölfræðilegra sannana í auknum mæli, hversu þurrmetislegar sem þær kunna að virðast. Dulsál- fræðingar hafa orðið að sætta sig við að heyja sífellda baráttu við þreytandi og síendurteknar tilraunaaðstæður. Þeir hafa jafnvel neyðst til að búa sér til „aðferðir“. Dr. S. G. Soal, breskur stærðfræðingur og könnuður á sviði eðlisfræði, með mikla reynslu í þeim fræðum að baki, varð fyrir því óvenjulega happi, að rekast á tilraunaþola, sem reyndust óvenjulega auðvaktir til biðbragða og sýndu enda, áður yfir lauk, þann árangur, sem bestur hefur verið talinn á sviði hugs- anaflutnings fram til þessa. Það var venja dr. Soals að eyða fríum sínum í gönguferðir um fjallasvæðin í Norður-Wales. Bjó hann þá hjá fjölskyldu af al- múgastétt í afskekktu þorpi á Snowdonsvæðinu. Dag einn, á ár- inu 1955, er hann var að búa niður í töskur sínar til einnar fjallaferðarinnar enn, datt honum í huga að gera sér það til af- þreyingar að reyna hugsanaflutning við son gestgjafa síns og bræðrung hans, sem var 13 ára gamall eins og hann og átti heima í næsta liúsi við hann, í litla þorpinu þeirra. Strákarnir hétu Glyn og Ieuan Jones og voru á alla lund eðlilegir og hvers- dagslegir stráklingar, enda gaf hið fábrotna umhverfi, sem þeir ólust upp í, ekki tilefni til annars. Dr. Soal lét því niður í tösk- ur sínar sjö stokka af tilraunaspjölum, þar sem hver stokkur hafði að geyma 25 spjöld, hver með 5 spjöld með myndum af 5 ólíkum dýrum - Ijónum, fílum, sebrahrossum, gíröffum og mörgæsun. MORGUNN 65

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.