Morgunn


Morgunn - 01.06.1987, Qupperneq 67

Morgunn - 01.06.1987, Qupperneq 67
tilvikum ótrúlega góðar eftirlíkingar af þeim myndum, sem Sinclair hafði haft í huga, en voru ekki svo nauðalíkar, að hún gæti alltaf gert sér grein fyrir því, hvað þær ættu að sýna. Svipaðar tilraunir gerði breski dulsálarfræðingurinn Anthony Cornell 1964, en þó óneitanlega öllu umfangsmeiri. Tók hann með sér tvo „sendendur“ í flugvél frá London til Glasgow, en „viðtakendur“ voru hvorki meira né minna en 72 talsins, dreifð- ir um Bretland þvert og endilangt. En það þarf meira en svona frumlegar tilraunir til þess að eyða tortryggni gagnýnendanna, jafnvel þótt þær virtust gefa góða raun. Það er fyrir þá sök, sem rannsóknir á hugsanaflutn- ingi hafa orðið að grípa til tölfræðilegra sannana í auknum mæli, hversu þurrmetislegar sem þær kunna að virðast. Dulsál- fræðingar hafa orðið að sætta sig við að heyja sífellda baráttu við þreytandi og síendurteknar tilraunaaðstæður. Þeir hafa jafnvel neyðst til að búa sér til „aðferðir“. Dr. S. G. Soal, breskur stærðfræðingur og könnuður á sviði eðlisfræði, með mikla reynslu í þeim fræðum að baki, varð fyrir því óvenjulega happi, að rekast á tilraunaþola, sem reyndust óvenjulega auðvaktir til biðbragða og sýndu enda, áður yfir lauk, þann árangur, sem bestur hefur verið talinn á sviði hugs- anaflutnings fram til þessa. Það var venja dr. Soals að eyða fríum sínum í gönguferðir um fjallasvæðin í Norður-Wales. Bjó hann þá hjá fjölskyldu af al- múgastétt í afskekktu þorpi á Snowdonsvæðinu. Dag einn, á ár- inu 1955, er hann var að búa niður í töskur sínar til einnar fjallaferðarinnar enn, datt honum í huga að gera sér það til af- þreyingar að reyna hugsanaflutning við son gestgjafa síns og bræðrung hans, sem var 13 ára gamall eins og hann og átti heima í næsta liúsi við hann, í litla þorpinu þeirra. Strákarnir hétu Glyn og Ieuan Jones og voru á alla lund eðlilegir og hvers- dagslegir stráklingar, enda gaf hið fábrotna umhverfi, sem þeir ólust upp í, ekki tilefni til annars. Dr. Soal lét því niður í tösk- ur sínar sjö stokka af tilraunaspjölum, þar sem hver stokkur hafði að geyma 25 spjöld, hver með 5 spjöld með myndum af 5 ólíkum dýrum - Ijónum, fílum, sebrahrossum, gíröffum og mörgæsun. MORGUNN 65
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.