Morgunn


Morgunn - 01.06.1996, Síða 9

Morgunn - 01.06.1996, Síða 9
í greininni kemur fram að mati dr. Herberts Benson (þekkts læknis í Harvard Medical School), að 60%-90% læknisvitjana eru vegna hug-líkamlegra einkenna og að venjulegar aðferðir s.s. lyfjameðferð eða uppskurðir duga ekki við þeim. Það er ekki nóg með að þessir sjúklingar nái engum bata, heldur líður þeim oft og tíðum enn verr á eftir. Þeim finnst þeir oft afskiptir eða jafnvel finnst sér misboðið eftir að hafa farið í gegnum rannsóknir og skoðanir á ýmsum stöðum og hjá ýmsum aðilum. Það er oft persónulega umhyggjan og alúðin sem vantar, mannlegi þátturinn hefur gleymst. Reyndar kemur fram í greininni að næg rannsóknargögn liggi fyrir á löngum tíma, sem sýni að þeir sem hafi trú á æðri máttarvöld, hafa betri möguleika á að ná heilsu eftir sjúkdóma, eru í minni áhættuhópi hvað varðar t.d. hjarta-og æðasjúkdóma og ýmsa geðræna kvilla s.s. þunglyndi. I framhaldi hafa verið gerðar rannsóknir á hvaða þættir varðandi trúarlífið hefðu mest áhrif. Hugleiðslu- og bænaiðkun voru talin stærstu áhrifa- valdarnir á heilsufar og hæfileika til að ná góðum bata. Seinni helmingur greinarinnar fjallaði um Deepak Chopra, mann sem er orðinn frægur um öll Bandaríkin og víðar nú á síðustu árum. Læknirinn D. Chopra er Indverji búsettur í Bandaríkjunum. Hann hefur gefið út fjölda bóka um ayurved- ísk fræði, heimspeki, hugleiðslu og heilun af ýmsum toga. Bók eftir hann kom einmitt út fyrir síðustu jól í þýðingu Gunnars Dal. Kjarnanum úr hugmyndum Chopras er lýst stuttlega á þessa leið í bandaríska tímaritinu: „Líkami okkar, sem virðist vera svo þéttur, er það í raun ekki. I fyrsta lagi endurnýjast flestar líkamsfrumurnar með reglulegu millibili, þannig að við erum ekki með safn gamalla líffæra, heldur erum við í stöðugri þróun. I öreindasviðinu erum við auk þess ekki þéttari en loftið í kringum okkur og engin skýr aðgreining er milli okkar og umhverfis okkar. Að lokum þá hefur skammtafræðin sýnt fram á að efni og orka eru umbreytanleg hvort í annað. Samkvæmt því erum við í raun ekki einstaklingsverur, heldur miklu frernur staðbundnar birtingar óendanlegs, alheimslegs orkusviðs. 7
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.