Morgunn


Morgunn - 01.06.1996, Side 27

Morgunn - 01.06.1996, Side 27
MORGUNN Viljinn til að lifa heiðarlegu lífi gerir huganum kleift að öðlast rósemi og skýrleika og einbeitingu. Þá og aðeins þá, getum við lifað með þá ringulreið, sársauka og ósamræmi sem nútíma þjóðfélagið býður upp á, og þá aðeins höfum við þann styrk sem er nauðsynlegur til að bjóða óréttlætinu birginn. Við fæðumst öll með mannleg gildi, eins og góðvild og heiðarleika, og í hjarta okkar þráum við ást - en sjálfshyggjan og sjálfseinangrun okkar, dregur okkur að andstæðu ástarinnar - óttanum. Með því að vera stöðugt meðvituð um þau mannlegu gildi sem við veljum í lífi okkar, þá höldum við sambandi milli huga og hjarta og um leið læknum við okkur af sjúkleika óttans, sem hefur svo lengi eitrað okkur og heiminn allan. Og hvernig á að fara að því að velja okkur meðvitað mannleg gildi? Leiðirnar eru auðvitað margar, en fyrst af öllu, verðum við að átta okkur á að veruleikinn er svo miklu meira en efnið sem augað nemur og miklu meira en allar þær hugsanir og tilfinningar sem flögra í gegnum okkur á degi hverjum. Handan við allan sýndarveruleikann er dýpri undiralda, sem veldur hreyfingu skipsins sem siglir á sjónum - en ekki skvetturnar og gusurnar sem birtast á yfirborðinu. Þegar við höfum áttað okkur á tilvist undiröldunnar og að hún er margfalt sterkari en hávaðasamar yfirborðsöldurnar, þá er eins og við vöknum. Og þá viljum við vakna betur og betur og enn betur. Og það vill svo til, að það veltur algerlega á hversu einlægur viljinn og löngun okkar er, hversu vel okkur tekst að vakna. Þið hafið e.t.v. tekið eftir því, að ég hef ekki enn notað orðið Guð í þessu spjalli. En ég er ein af þeim sem fer varlega í að nota þetta orð, því það vekur svo margvíslegar hugmyndir hjá fólki. Ég vel heldur að nota hugtakið æðsta vitund eða almættið. Ég er hins vegar sannfærð um það, að allir dulvitr- ingar og einlægt andans fólk hafi í gegnum tíðina átt við sömu 25

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.