Morgunn - 01.06.1996, Page 30
MORGUNN
Nú þegar andlegu málin jafnt og ýmis önnur skyld sálræn
efni njóta meiri vinsælda en áður, eru margir sem eru ranglega
sagðir standa jafnfætis andlegu meisturunum. Stundum minnir
hinn andlegi vettvangur nútímans á markaðstorg, þar sem allir
keppast við að bjóða sig og hæfileika sína fram. Það er hver í
kapp við annan. Sumir hafa jafnvel heyrst segja að þeir séu í
beinu sambandi við Guð almáttugan. Sumir gætu látið
blekkjast af svona stórum orðum, en ég segi ykkur hvað mér
finnst, mér finnst það vera skylda okkar að vara okkur á slíku
fólki og ekki gefa þeim neitt aukapláss þar sem sjálfshyggja
þeirra fær að leika lausum hala.
Ef á hinn bóginn við yrðum svo heppinn að hitta fyrir
andlegan meistara, sannan kennara, sem er stöðugt sameinaður
hinni æðstu vitund og laus við alla persónulega sjálfshyggju,
þá þekkist hann fyrst og fremst á lítillæti sínu, óbrigðulli
siðgæðisvitund og óeigingjarnri ást til allra.
Það krefst mikils hugrekkis að vera andlegur og fleygja frá
sér gömlu hugarmunstri og gildismati sem þjóðfélagið heldur
stöðugt að okkur. Samt viljum við vera fyrirmyndarþegnar og
haga okkur eins og venjulegt fólk. Það hlýtur að leiða til
árekstra. Þess vegna hlýtur hinn andlegi að vera byltingar-
maður. Við syndum ekki með meginstraumnum í þjóðfélaginu.
Og ef við erum nógu einlæg til að lifa eftir því sem við höfum
skilið að er sannleikanum samkvæmt, þá förum við á móti
straumnum í mörgum tilfellum. Við þurfum bara að muna að
gera það með ástina að leiðarljósi og leita skjóls hjá hinu
helgasta og æðsta. Stefndu á ljósið fram undan og fyrir ofan og
þér er óhætt. Og ef straumurinn er á móti þér, veldur það
engum sársauka, því ást þess æðsta sem þú finnur bæði innra
með þér og allt í kring - sigrar allt annað.
Og fyrst lykillinn að andlegum þroska og sjálfsþekkingu er
hugleiðsla, þá bið ég ykkur að hugleiða örstutt með mér. A
eftir ætla ég svo að lesa kafla eftir andlegan meistara.
28