Morgunn


Morgunn - 01.06.1996, Page 39

Morgunn - 01.06.1996, Page 39
MORGUNN en verður meira og meira verkfæri bænarinnar. Sá sem lítur á bænina sem þjálfunaratriði og hæfileika sem getur fært honum meira af því sem hann vill fá út úr lífinu á vissulega rétt á sér, en hann getur notað hugarorku, tilfinninga- orku og dulrænu bænirnar. Aðeins sá sem er laus við alla sjálfshyggju og biður: Verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni, getur fundið andann flæða í gegnum bænir sínar. Og þá eru þakkir okkar til Guðs ekki fyrir að hafa hjálpað okkur að ná uppfyllingu bæna okkar, heldur þökkum við Guði fyrir að leyfa okkur að hjálpa honum við að uppfylla bænir hans. Rannsóknir hafa sýnt að bæði hjá þeim sem trúðu á „Guð hið innra“ og þeim sem trúðu á „Guð hið ytra“ höfðu bænir áhrif. Auðveldast þykir að rannsaka hugformaðar bænir og þarnæst tilfínningaorkubænir. En dulrænir og andlegir kraftar í bænum, þar sem við stjórnum ekki orkuflæðinu sjálf, eru jafn- raunverulegir og áhrifaríkir. Oftast er samt ekki um afmark- aðan flokk bænar að ræða, eins og fyiT segir, heldur einhverja blöndu. Til að ná árangri í bænaiðkun í hvaða flokki sem er, er mælt með þjálfun í slökun, réttri öndun og einbeitingu. Byggt á bók rev. Franklin Loehr: The Power ofPrayer on Plants. 37

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.