Morgunn


Morgunn - 01.06.1996, Page 40

Morgunn - 01.06.1996, Page 40
Af hverju gerðust þær nunnur? Ýmsar hugmyndir hafa lengi lifað í huga fólks varðandi nunnur, og flestar eflaust rangar eða á fölskum forsendum reistar. Þær eru ýmist álitnar vera bældar og fælnar mannverur sem hafa flúið hið raunverulega líf eða fórnfúsar og líknandi, næstum algóðar heilagar mæður. Mary Loudon, breskur rithöfundur, varð ástfangin af presti og átti í ástarsambandi við hann. Hún átti í erfiðleikum með að skilja trúarlega köllun hans í lífinu og setti sig í samband við nunnur af ýmsum mismunandi kaþólskum og anglískum reglum til þess að fá þeirra upplifanir og útlistanir á hvað fékk þær til að gerast nunnur. Hún komst að því að nunnur eru í flestum tilvikum venjulegar konur með öll sömu vandamálin í lífi sínu og aðrar konur kljást við en hafa að auki sterka þrá eftir að finna Guð. Henni fannst þegar hún talaði við þær ekki að þetta væru konur sem voru endanlega búnar að finna Guð, heldur miklu fremur væru þær óþreytandi í að leita hans með öllu lífi sínu og lifnaðarháttum. Hér á eftir fara nokkrir úrdrættir úr bókinni sem varð til eftir þessi viðtöl, en bókin heitir á frummálinu: Unveiled Nuns Talking. Frances Dominica Frances fæddist á stríðsárunum í Skotlandi. Móðir hennar var píanisti og bjó þar hjá afa hennar, en faðir hennar gegndi herþjónustu og var því lítið heima þau árin. Þegar hún, að stríði loknu, var 4ra ára fluttist fjölskyldan til Surrey og þar fæddist bróðir hennar. Hann var heilsulftill sem barn og 38

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.