Morgunn


Morgunn - 01.06.1996, Page 42

Morgunn - 01.06.1996, Page 42
MORGUNN spítalann ungur prestur. Þau ræddu mikið saman og í framhaldi af því bauð hann henni að koma og skoða litlu kirkjuna sína. „Og ég hef aldrei komið í aðra eins kirkju,“ segir Frances „það sást ekki frá einum vegg til annars fyrir reykelsi og helgistyttur voru um allt. Ég fór að sækja kirkjuna reglulega.“ Fjölskyldu hennar leist ekki á blikuna þegar hún fór að bjóðast til að skúra þrepin að altarinu og fægja allt silfrið. „Ég var haldin trúaræði fannst þeim. í rauninni var þetta líkast því að vera ástfangin. Enn veit ég ekki hvort það var af Guði og að tilbiðja hann eða hvort það var af prestinum, sem var samkynhneigður og hreinlífur svo af bar. Hann er nú dáinn.“ Þarna var bjarmi frá einhverju sem Frances þráði og var tilbúin að gera allt til að öðlast. Hún hafði sótt kirkjuna um níu mánaða skeið þegar hópur fólks úr söfnuðinum fór í eins konar pílagrímsför til Walsingham, og hún fór með. „Ég varð aftur fyrir djúpri tilfinningalegri reynslu þó að þetta væri ekki staður sem ég hreifst af. Ég hef aldrei farið þangað aftur en ég gekk alveg upp í þessum tilfinningum um leið og hluta af mér blöskraði. Það var sannarlega skrýtið. A sunnudagsmorgunn kl. 11 var farið til messu og tveim mínútum fyrir kl. 11 sló þessari hugsun niður: Guð sé oss næstur - ég ætla að reyna að verða nunna! Manni dettur nú ýmislegt í hug við að heyra slíkt. Alla helgina var ég mjög hátt stemmd tilfinningalega, en samt var þessi reynsla, „að vera kölluð“, mjög raunveruleg. Þannig líkar mér einmitt ekki að Guð sé - svona dramatískur. Ég man að ég sat þarna með tárin flæðandi niður andlitið og fyrri draumar um fimm börn og fimm fósturbörn að engu orðnar af því að ég vissi að ég hafði séð leiftur af því sem ég varð að gera. Ég vissi að allir segðu þetta hugaróra og að ég myndi ekki endast til þess. En ég vissi í hjarta mínu að þarna opnuðust dyr fyrir mér. Þetta gerðist ótrúlega snögglega, en nokkrum dögum síðar, þegar ég hringdi til prestsins og sagðist þurfa að tala við hann, þá vissi hann um hvað það var og sagði að annaðhvort þyrfti 40

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.