Morgunn - 01.06.1996, Síða 46
MORGUNN
dag í dag hugmynd um hvað dró mig þangað, en einn
eftirmiðdag fór ég, barði að dyrum á setrinu og sagði: „Mig
langar til að taka kaþólska trú, hvernig fer ég að því?“
I eitt ár fór hún vikulega til prests sem kenndi henni. Og
eftir árið skírðist hún til kirkjunnar og sagði þá við prestinn:
„Þessu er ekki lokið, það gerist eitthvað meira.“ Um tíma vann
hún fyrir trúarsamfélag þar sem nunnur ráku bókaverslun, en
hún komst að því að þetta var ekki hennar vettvangur. Hún
ákvað að ganga ekki í starfandi reglu heldur lokaða. „Spyrðu
mig ekki af hverju, en það varð að vera annaðhvort allt eða
ekkert. Ég býst við að það séu persónueinkenni, þannig var
það líka í leikhúsinu, sams konar tilfinning.“
Angela vingaðist við prest sem starfaði við Karmelklaustur
í Kensington og sagði við hann að sig langaði til að dvelja í
nokkra daga til hugleiðinga í klaustrinu. Hann pantaði fyrir
hana tfma til dvalar yfir helgina í Darlington-klaustri sem var
mjög óaðlaðandi staður. En þangað fór hún.
„Þegar ég kom hingað og hitti systur Margréti hér í þessu
herbergi var það hálfóhugnanlegt, því hér er ekkert sem heillar
nema síður sé, en samt vissi ég um leið og ég kom hér inn að
ef eitthvað gæti hjálpað mér til að ákveða mig, þá væri það
vera mín hér. Ég hafði ekki hugmynd um hvað ég átti að gera
við líf mitt fyrr en ég kom hingað - þá gekk allt upp.“ Þrem
vikum seinna kom hún þangað aftur og þá til að kynnast
lokaðri deildinni yfir eina helgi. „Það er undarlegt þegar spurt
er hvernig maður viti að maður hafi fengið köllun, maður bara
veit það. Engin orð geta lýst hvernig það gerist. Það er bara
algjör vissa um að maður er að gera rétt á réttri stundu. Frá því
ég steig hér inn fæti mínum vissi ég að hér var staðurinn.“
Margir halda að nunnur séu að flýja lífið. „Þeir ættu bara
að reyna það,“ segir Angela, „ef til vill losnar maður við að
kynnast sumum hliðum lífsins, en eitt er það sem maður kemst
ekki hjá að kynnast og það er maður sjálfur.“ Hún segir að
þrátt fyrir bera veggi, hörð rúm og annan skort á þægindum,
44