Morgunn


Morgunn - 01.06.1996, Síða 61

Morgunn - 01.06.1996, Síða 61
MORGUNN og hringja fyrir mig á sjúkrabíl eins og skot. Maðurinn minn hefur fengið fyrir hjartað og er einn heima“. Hann lítur á mig og spyr hvort ég hafi verið að tala við hann og hvað hann hafi sagt. Ég segi sem satt var að hann hafi bara sagt að hann væri slappur og ætlaði að vera heima það sem eftir væri dags. Yfirmaður minn hringir þá í manninn minn og spyr hvort að það sé ekki allt í lagi. Hann fær að heyra það sama og ég. En þá gerast undrin aftur, hann heyrir í sömu viðvörunarbjöllunni og rýkur aftur í símann og hringir á hjartabíl og æðir fram hjá mér og út. Ég hleyp á eftir honum út á bílastæði en það er eins og það hafi verið lokað á öll skilningarvit. Hann sest inn í bílinn og keyrir á fullu út úr bílastæðinu með mig lemjandi á gluggana og skilur mig eftir. Ég varð að hlaupa aftur inn og fá samstarfskonu mína til að keyra mig heim. Á leiðinni brutum við allar umferðarreglur sem hægt var að brjóta. Það skal tekið fram að maðurinn minn hafði alltaf verið við hestaheilsu og fékk næstum aldrei neinar pestir þó svo að allir lægju hundveikir í kringum hann. Fyrir utan það að hann stundaði fótbolta og útiveru og var bara 29 ára. Við áttum heima í fjölbýlishúsi á þessum tíma og hafði ég mestar áhyggjur af því að mennirnir á sjúkrabílnum kæmust ekki inn. Ég var þess fullviss að maðurinn rninn væri lífshættulega veikur og að enginn tími mætti fara til spillis. Meðan á þessu stóð hafði manninum mínum stórversnað allt í einu. Hann hélt reyndar að hann væri að fá ælupest og reyndi að kasta upp, en leið ekkert betur. Við bjuggum á efstu hæð og höfðum frábært útsýni yfir alla borgina. Þennan dag var sól og mjög fallegt veður. Hann gekk fram í stofu og stóð þar og horfði á veðrið og fjöllin. Heyrir hann þá og sér hvar hjartabíllinn keyrir frá Borgar- spítalanum á fullu spýtti. 59
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.