Morgunn


Morgunn - 01.06.1996, Side 77

Morgunn - 01.06.1996, Side 77
MORGUNN Tilurð heitisins lógóþerapía er þessi: „Logos“ er grískt orð, sem þýðir „tilgangur“. Lógóþerapía beinir athyglinni að til- gangi mannlegs lífs og leit einstaklingsins að slíkum tilgangi. Samkvæmt lógóþerapíu er þessi leit að tilgangi lífsins frum- hvöt mannsins. Frankl telur mikilvægt til skilnings á kenningu sinni að skilja það sem hann kallar „sorgleg bjartsýni“. I stuttu máli sagt er átt við það að menn séu og haldi áfram að vera bjartsýnir þrátt fyrir „hina dapurlegu þrenningu" eins og það er kallað í lógóþerapíunni; þrenningu sem samanstendur af þeim þáttum mannlegrar tilvistar sem er umlukin: 1) sársauka, 2) sekt og 3) dauða. Hann spyr hvernig hægt er að segja já við lífið þrátt fyrir þetta allt? Eða ef spurningin er öðruvísi orðuð: „Hvernig getur lífið haft einhvern tilgang þrátt fyrir dökku hliðamar?“ Ein bóka hans ber titilinn: Að játast lífinu þráttfyrir allt. Þetta orðalag felur í sér að lífið geti alltaf haft tilgang hvernig sem kringumstæðurnar eru - jafnvel þegar þær eru hræðilegar. Og þetta felur einnig í sér að maðurinn hafi skapandi getu til að snúa skuggahliðum mannlífsins upp í eitthvað jákvætt eða uppbyggilegt. Með öðrum orðum: Það sem máli skiptir er að gera það besta úr því sem er. „Það besta“ er það sem á latínu er nefnt optimum. Þess vegna talar hann um sorglega bjartsýni, þ.e. bjartsýni í miðjum sorgarleiknum en slík bjartsýni byggist á getu mannsins til að: 1) snúa þjáningu upp í mannlega dáð og árangur, 2) að grípa í sektinni tækifæri til að breyta sjálfum sér til hins betra, og 3) að láta hverfulleika lífsins verða sér hvatningu til að bregðast við á ábyrgðarfullan hátt. Það skal samt sem áður haft í huga að það er ekki hægt að krefjast eða fyrirskipa bjartsýni. Menn geta ekki einu sinni neytt sjálfa sig til að vera skilyrðislaust bjartsýnir þvert ofan í allt, þegar engin von er til. Og það sem gildir um vonina gildir líka um hina tvo þætti þrenningarinnar. Það er ekki heldur hægt að fyrirskipa né krefjast trúar eða kærleika. 75

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.