Morgunn


Morgunn - 01.06.1996, Page 83

Morgunn - 01.06.1996, Page 83
MORGUNN nægjandi skýring. Að útskýra glæp til fullnustu væri jafngilt því að afmá sekt þess er brýtur lög og að viðkomandi sé ekki frjáls og ábyrgur einstaklingur, heldur vél sem þarfnaðist viðgerðar. Jafnvel glæpamennirnir sjálfir hafa skömm á þeirri meðferð og vilja fá að taka ábyrgð gerða sinna. Frankl tilgreinir að honum hafi eitt sinn borist bréf frá fanga sem afplánaði refsivist í fangelsi. Hann kvartar undan því að glæpamenn fái aldrei tækifæri til að láta skoðanir sínar í ljós. Þeim er boðinn fjöldi afsakana til að velja úr. Þjóðfélaginu er kennt um og oft er sökinni skellt á fórnarlambið. Frankl segir við fanga: „Þið eruð mannlegar verur eins og ég og sem slíkum var ykkur frjálst að fremja glæp til að verða sekir. En nú er ykkur í sjálfsvald sett að sigrast á sektinni með því að hefja ykkur yfir hana, að vaxa sjálfum ykkur yfir höfuð og breytast til betri vegar.“ Þeir virtust skilja hvað ég átti við. Og hann bætir við: „Að því er varðar hugtakið sameiginleg sekt finnst mér persónulega alveg óréttlætanlegt að gera einhvern mann ábyrgan fyrir hegðun annars manns eða hóps manna. Síðan seinni heimsstyrjöldinni lauk hef ég ekki þreyst á að mæla gegn hugmyndinni um sameiginlega sekt. Stundum þarf samt að beita heilmikilli kennslutækni til að losa fólk við hindur- vitni. Bandarísk kona réðst einu sinni að mér með þessari ásökun: „Hvernig getið þér ennþá skrifað sumar bækur yðar á þýsku, máli Adolfs Hitlers?“ Ég spurði hana á móti, hvort hún væri með hnífa í eldhúsinu og hún svaraði því játandi. Ég þóttist vera hneykslaður og hissa og sagði: „Hvernig getið þér fengið af yður að brúka hnífa, þegar margir morðingjar hafa notað þá til að stinga og myrða fórnarlömb sín?“ Hún hætti að ainast við því að ég skrifaði bækur á þýsku. Þriðji þáttur sorglegu þrenningarinnar tengist dauðanum. En dauðinn er samofinn lífinu því að sérhvert andartak lífsins er á hverfanda hveli og kemur aldrei aftur. En er þessi hverfulleiki ekki einmitt til þess fallinn að minna okkur á að 81

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.