Saga - 1977, Síða 10
6
EINAR LAXNESS
Undir áskorunina rituðu síðan um 70 manns, síðastur
þeirra aldinn fræðaþulur og skáld, Benedikt Gröndal.
Eftir þessar góðu undirtektir boðuðu forgöngumenn-
imir þrír til undirbúningsfundar á Hótel Islandi 17.
febrúar, þar sem 30 manns voru viðstaddir, og samþykkt
var tillaga um að „stofna félag til þess að gefa út heim-
ildarrit að sögu Islands og í sambandi við það ættfræði og
mannfræði." Var þar jafnframt kosin nefnd til að semja
lög handa félaginu og koma því formlega á laggirnar. Eig-
inlegur stofnfundur með nær 30 manns fór síðan fram á
Hótel Islandi 7. marz 1902, svo að það má því teljast stofn-
dagur Sögufélags. Lög voru þar samþykkt og kosin 5
manna stjórn og 2 til vara, en þeir voru dr. Jón Þorkels-
son forseti, Hannes Þorsteinsson gjaldkeri og Jón Jónsson
(síðar Aðils) ritari; meðstjórnendur voru Þórhallur
Bjarnarson, lektor (síðar biskup), og Bjarni Jónsson frá
Vogi, varamenn voru Jósafat Jónasson og Benedikt
Sveinsson (síðar alþm.).
1 1. gr. félagslaga segir: „ÞaS er upphaf laga vorra, aö
félag vort heitir Sögufélag, og er ætlunarverk þess aS gefa
út heimildarrit aS sögu Islands í öllum greinum frá því á
miSöldum og siSan, og í sambandi viS þau ættvísi og mann-
frseSi þessa lands.“ Árstillag félagsmanna skyldi í upp-
hafi vera 5 kr. en ævitillag 50 kr.; mönnum var þó ljóst,
að fátækt félag á tiltölulega þröngu fræðasviði mundi ekki
safna digrum sjóðum, svo að fljótlega var leitað styrks
frá Alþingi eða þegar 1903; engan árangur bar það fyrr
en 1905, er því var veittur 600 kr. styrkur úr landssjóði,
og hefur svo verið síðan, að nokkur styrkur hefur þaðan
komið til útgáfu Sögufélags (kr. 500 þús. árlega hin síð-
ustu ár), sem hér ber að sjálfsögðu að þakka.
Þegar Sögufélag var stofnað, hafði fátt verið unnið í út-
gáfu fornra heimildarrita um sögu Islands; brautryðjenda-
starf hafði að vísu verið unnið af Hinu íslenzka bókmennta-
félagi um alllanga hríð, en mörgum ljóst, að það ágæta fé-
lag gat engan veginn annað, nema að litlu leyti, því sem