Saga - 1977, Qupperneq 12
8
EINAR LAXNESS
þjóðarinnar stórum auðveldari. Skal hér getið helztu
flokka útgáfustarfsins og rita innan þeirra. Má skipta
þeim í stórum dráttum í 5 meginflokka: 1) Mannfræðirit,
2) Heimildir um stjórnarfar og réttarfar, 3) Rit ýmislegs
efnis, 4) Islenzkar þjóðsögur, 5) Tímaritsútgáfa.
Af hinum fyrsta flokki, mannfræðiritum, sem ávallt hafa
verið á sérstöku áhugasviði Islendinga, skal nefna Bisk-
upa- og skólameistarasögur sr. Jóns Halldórssonar í Hít-
ardal, sjálfsævisögu eldklerksins sr. Jóns Steingrímssonar,
eina merkustu ævisögu Islendings, sjálfsævisögu Þóröar
Sveinbjörnssonar háyfirdómara og Gísla Konráössonar,
Stiftamtmenn og amtmenn á Islandi 1750-1800 eftir Magn-
ús sýslumann Ketilsson, ævisögu Jóns Guömundssonar rit-
stjóra Þjóðólfs, eins nánasta samherja Jóns forseta Sig-
urðssonar, eftir Einar Laxness og Islenzka ættstuöla í 3
bindum eftir Einar Bjamason, einn fremsta ættfræðing
okkar. Auk þess hefur Sögufélag gefið út ýmis handhæg
uppflettirit persónufræði, sem telja má til þessa flokks:
Guöfræöingatal og prestaskólamenn, lækna-, lögfræöinga-
og lögréttumannatal.
Af öðrum flokki rita Sögufélags skal í fremstu röð nefna
Alþingisbækur Islands, viðamesta og merkasta heimildar-
rit, sem félagið hefur gefið út og enn er ekki lokið. Þessa
miklu undirstöðuheimild íslenzkrar sögu, — um það sem
fram fór á Alþingi eftir að tekið var að rita þar gerðabæk-
ur á síðari hluta 16. aldar og til loka þess árið 1800, —
hóf félagið að gefa út 1912 og hafði þá hlotið til þess nokk-
um styrk frá Alþingi að tillögu forseta félagsins, dr. Jóns
Þorkelssonar, sem þá sat á þingi; áður hafði sjálft Alþingi
ekki sinnt fjárbeiðni til útgáfu þessa rits, sem varðar for-
sögu hinnar gömlu stofnunar. Nú hin síðustu ár hefur
Sögufélag notið sérstaks styrks frá Alþingi til útgáfu Al-
þingisbókanna. Komin eru út 13 bindi og hið 14. senn
væntanlegt. Útgáfuna hafa annazt þeir Jón Þorkelsson, dr.
Einar Amórsson, Einar Bjarnason, prófessor, og nú síð-
ustu bindi Gunnar Sveinsson, skjalavörður. Óútgefin eru