Saga - 1977, Síða 14
10
EINAR LAXNESS
en þá var frumútgáfan frá 1862—63 löngu orðin ófáan-
leg, svo að það lét að líkum, að þessi útgáfa var vel þegin,
enda fór svo, að hún hlaut fádæma vinsældir; félaga-
fjöldi í Sögufélagi jókst stórlega, eða á 5. hundrað manns,
og komst einna hæst, sem hann hefur verið, eða á 12.
hundrað manns.
Af hinum fimmta og síðasta flokki útgáfurita Sögufé-
lags er að geta tímaritsútgáfu. 1918 hóf félagið útgáfu
Blöndu, sem var eins og nafnið gaf til kynna, blanda af
margs konar sögulegum fróðleik, nýjum og gömlum, frum-
sömdum ritgerðum og ýmiss konar efni í styttra máli;
reyndist Blanda vinsælt tímarit, enda var hún fremur en
önnur rit félagsins við alþýðuhæfi. Ritstjórar Blöndu voru
Jón Þorkelsson, Hannes Þorsteinsson, Einar Arnórsson og
síðustu árin Guðni Jónsson, prófessor, til loka ritsins 1953.
Þá hafði verið tekin sú ákvörðun að hefja útgáfu fullgilds
sagnfræðilegs tímarits, hins fyrsta hér á landi, með
nafninu Saga, og kom fyrsti árgangur út 1950 undir rit-
stjórn Einars Amórssonar. Saga hefur verið gefin út alla
tíð síðan og er nú eina rit Sögufélags, sem menn eru
skyldir að kaupa, ef þeir vilja teljast félagar þess, svo að
það má nú teljast aðalkj ölfesta félagsins. Ritstjórar eftir
Einar Arnórsson voru dr. Jón Jóhannesson, prófessor, dr.
Björn Sigfússon, háskólabókavörður, og dr. Björn Þor-
steinsson, en hin síðustu ár hafa verið ritstjórar þess,
auk Björns Sigfússonar, Björn Teitsson, mag. art. og Ein-
ar Laxness, cand. mag.
Af þessari upptalningu má glöggt sjá, að af starfi frum-
herjanna um aldamótin hefur vaxið traustur meiður.
Á 75 ára ferli Sögufélags hafa margir einstaklingar lagt
hönd á plóginn, unnið af kostgæfni og fórnfýsi í þágu
markmiða þess, útgáfu sagnfræðilegra rita úr frumheim-
ildum, knúnir af litlu öðru en áhuga á lífi og starfi þjóð-
arinnar á fyrri öldum og löngun til að skila þessum arfi
í hendur eftirkomendum. Þar ber hæst þá menn, sem leitt