Saga - 1977, Side 15
SÖGUFÉLAG 75 ÁEA
11
hafa félagið í gegnum 75 árin, sem að baki eru. Ég
nefni hér forseta félagsins:
Jón Þorkelsson 1902—1924,
Hannes Þorsteinsson 1924—1935,
Einar Arnórsson 1935—1955,
Þorkell Jóhannesson 1955—1960,
Guðni Jónsson 1960—1965,
Björn Þorsteinsson frá 1965.
Allir þessir ágætu vísindamenn hafa innt af hendi far-
sælt og árangursríkt starf á sviði íslenzkrar sagnfræði,
m.a. með forystu sinni í Sögufélagi, oft við ónógan skiln-
ing og aðrar erfiðar aðstæður af ýmsum toga, sem fá-
mennt samfélag skapar.
Eins og að framan getur, urðu félagar Sögufélags einna
flestir á þeim árum, sem íslenzkar þjóðsögur komu út,
en auk þess tókst að ná svipaðri félagatölu, þegar Islend-
ingar gerðust nýrík þjóð á veltiárum í stríðslok, og þeir
gátu veitt sér í ríkara mæli en áður að kaupa bækur. Að
öðru leyti hafa verið allmiklar sveiflur oft á tíðum í með-
limafjölda, og hefur hann raunar lengstum verið allangt
undir fyrrgreindu hámarki, þ. á m. mörg síðustu ár. Þetta
aldna félag íslenzkra sagnavísinda hefur ekki fengið, sem
skyldi, rífan skerf úr hinni miklu fjármagnsveltu vel-
f erðarþ j óðf élagsins.
Sem fyrr gefur Sögufélag tæpast út néinar metsölubæk-
ur á jólamarkað, en þó að útgáfurit þess séu að sjálfsögðu
misjöfn í eðli sínu, sum e. t. v. allþurr heimildarrit, önn-
ur fræðandi, áhugavekjandi og skemmtilegur lestur, þá
hafa þau öll reynzt ómetanlegur skerfur til eflingar ís-
lenzkum fræðum, — sjóður, sem endalaust má ausa úr
fyrir þá, sem meta gildi menntunar og menningar þjóð-
arinnar í nútíð og framtíð. Af þeim sökum ber sem flestum
að styrkja Sögufélag til að gegna hlutverki sínu, — og ekki