Saga - 1977, Page 20
14 ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON FRÁ EIÐUM
þetta hefur verið talið glatað en hins vegar hefur verið til
uppkast að svarbréfi páfa, svo hægt hefur verið að geta
sér til um efni þess.“
Þegar höfundur þessara lína rakst á páfabréfsuppkast
þetta 1972 í hinu norska fornbréfasafni, en þá var honum
algerlega ókunnugt um athuganir séra Jónasar og, sem
betur fór, einnig ókunnugt um að bréf ögmundar biskups
væri talið glatað, fylltist hann forvitni, þar sem sýnilegt
var af svarbréfi páfa, að ögmundur biskup hafði í bréfi
sínu komið inn á deilur sínar við Jón prest Arason. Var
hugsanlegt að bréf Ögmundar brygði einhverju nýju ljósi
yfir þessar deilur, eða að við sæjum ögmund biskup sjálf-
an eitthvað skýrar fyrir okkur?
Því var það, að sá er þetta ritar, skrifaði kunningja
sínum í Róm, sem hann vissi að var kunnugur í skjalasafni
Vatikansins, þar sem bréfs ögmundar Skálholtsbiskups
var helst að leita. Bréf þetta var dagsett og sent þ. 26.
júlí 1972.
Þar sem atvikin hafa hagað því svo, að þessi „kunn-
ingi“ hefur nokkuð komið við íslenskar sögurannsóknir
undanfarið, og á vonandi eftir að koma, þykir hér hlýða
að kynna hann fyrir lesendum með nokkrum orðum.
Fullu nafni heitir hann Frank Eadmund Bullivant, er
enskrar ættar og kaþólskur klerkur að ævistarfi. Hann
kallar sig stundum í gamni Játmund, en Játmundur er hið
íslenska nafn á heilögum Eadmundi Englakonungi, sem
Ari fróði minntist á í upphafi Islendingabókar, en hann
er kallaður Játmundur í Landnámu. Heilagur Eadmund
er verndardýrlingur Bullivants og bætti hann nafni hans
við sitt eigið er hann var fermdur.
1 Cambridgeháskóla lagði Bullivant stund á fornensku
og fornenska sögu auk germanskra mála, þar á meðal
fomíslensku. Árið 1954 lauk hann meistaraprófi (MA) í
þessum greinum og kom næsta ár í fyrsta sinn til Islands
og þá sem styrkþegi Menntamálaráðuneytisins og stundaði
nám í íslensku í Háskólanum, haust- og vormisserið