Saga - 1977, Page 21
GAMALT BISKUPSBRÉF KEMUR í LEITIRNAR 15
1955—56, og gerðist við þá dvöl mikill vinur íslenskra
fræða.
Næstu fimm árin, eða til ársins 1961, var Bullivant að-
stoðarkennari við Cambridgeháskóla og kenndi m.a. forn-
íslensku. Á þeim árum kom hann tvisvar til Islands í sum-
arleyfum sínum, annað sumarið með hóp enskra stúdenta,
sem hann ferðaðist með um landið.
Haustið 1961 hóf Bullivant prestsnám, fyrst í Eng-
landi um eins árs skeið en síðan í Róm, en þar var hann
vígður til prests 1967.
Lengst af síðan hann tók prestsvígslu og raunar nokkru
lengur hefur hann starfað á vegum alþjóðlegrar trúboðs-
reglu, O.M.I., sem kennd er við hina flekklausu Guðs-
móður. Regla þessi nýtur mikillar virðingar innan kirkj-
unnar og hefur séra Bullivant verið sendur víða í þágu
hennar, m.a. til Danmerkur, Færeyja og til Kanada, þar
sem hann dvaldi á árunum 1972—75 og kynntist þá Vest-
ur-Islendingum t.d. 1 Manitoba.
Á árunum 1970—72 fékk séra Bullivant svokallað Sabb-
atsfrí hjá reglu sinni. Þetta Sabbatsfrí fá reglubræður
hvert sjöunda ár, en samkvæmt lögmálinu áttu Gyðingar
að láta akra sína vera ósána sjöunda hvert ár til að hvíla
þá og skyldu jafnframt gefa upp skuldunautum sínum.
Fyrra árið notaði hann til náms við kaþólska háskólann
í Louvain í Belgíu og til að vinna áfram að rannsóknum,
sem hann hafði byrjað á í Cambridge, á kristnum forn-
íslenskum trúarhugtökum og heitum (Early Icelandic
Christian terminology). Vann hann að þessum rannsókn-
um í Reykjavík og hafði starfsaðstöðu í Árnagarði. Síð-
ara árið fékk hann leyfi reglu sinnar 01 að taka ráðningu
sem stundakennari í heimspekideild Háskóla Islands í forn-
og miðalda-ensku og bókmenntum, auk enskrar málsögu.
Séra Bullivant hefur dvalið í Róm síðustu tvö árin á veg-
um reglu sinnar.
Þess má að lokum geta um þennan langlærða og ágæta
Islandsvin í Róm, að hann er mikill áhugamaður um Amn-