Saga - 1977, Page 22
16 ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON FRÁ EIÐUM
esty International, sem er alheimssamtök til frelsunar þeim
sem í fangelsum dvelja vegna sannfæringar sinnar.
Síðastliðið ár, 1976—77, var séra Bullivant formaður
enskumælandi manna í þessum samtökum í Róm.
Á háskólaárum hans hér kynntumst við og ræddum þá
oft um íslensk fræði, einkum sögu íslenskrar kirkju, sem
hann hafði mikinn áhuga á. Því var það eitt sinn, er hann
tjáði mér að hann væri á förum til Rómar til dvalar þar,
að þar kom tali hans að hann þekkti einn af yfirbókavörð-
um Vatikanskjalasafnsins, Bums að nafni, og væri sá
skoskur að ættemi. Sló ég þá upp á því við hann að gaman
væri ef hann rækist á bréfið sem Jón biskup Arason sendi
Páli III. páfa og talið er glatað („enn ófundið" eins og
hann kemst að orði í síðasta bréfi frá 8.5. ’77 „but I haven’t
given up hope“ bætir hann svo við).
Þessu næst skeður svo það að í júlí 1972 kemur bréf frá
séra Bullivant þess efnis að við þessa leit að bréfi Jóns
biskups, hafi hann í skjalasafninu rekist á innfærslu um
hina fyrstu íslensku biskupa.
Þar sé fyrst getið þeirra Gissurar Isleifssonar og Jóns
ögmundssonar, en á næstu síðu standi, að sjálfsögðu á
latínu: Isleifur fyrsti Skálholtsbiskup vígður í Róm,
„Romae consecratur."
Þá segir séra Bullivant í þessu sama bréfi að hann hafi
fundið uppkastið að bréfi Páls páfa þriðja til Jóns biskups
Arasonar, dags. 8. mars 1549.
Þetta hvort tveggja þóttu merkileg tíðindi og er þeirra
getið í dagblaðinu Þjóðviljanum 27. júlí 1972, 37. árg. bls.
165.
Af þessu tvennu^þóttu þó þau tíðindin meiri, ef Isleifur
hinn fyrsti Islands biskup hefði verið vígður af sjálfum
páfanum í Róm, þar sem það hefur jafnan verið haft fyrir
satt, að hann hafi sent ísleif norður til Brima til að fá
vígslu hjá Aðalberti erkibiskupi.
Að beiðni minni athugaði séra Bullivant þessa inn-
færslu nánar og telur sig hafa komist að raun um, að hún