Saga - 1977, Page 23
GAMALT BISKUPSBRÉF KEMUE í LEITIRNAR 17
sé frá 18. öld og muni vera komin frá Arngrími lærða, úr
riti hans Crymogea (Jonas: Rer: Island) þar sem sagt er
frá ferðum Isleifs samkvæmt því sem Hungurvaka segir.
Engin skýring hefur þó fengist á orðunum „vígður í
Róm“ og hefur Bullivant látið sér detta í hug að Isleifur
kunni að hafa verið vígður í Róm og páfi hafi sent hann
síðan til Aðalberts erkibiskups til innsetningar í embætti.
Þessi sami páfi, Victor II, en ekki Leo IX eins og í Hungur-
vöku stendur, hafði, eftir því sem Guðbrandur Vigfússon
segir í skýringum við Hungurvöku, sent erkibiskupi bréf
1055 þar sem hann gefur honum vald yfir öllum biskupum
á Norðurlöndum, og er Island talið þar með, og lætur
Guðbrandur sér detta í hug að það hafi einmitt verið Is-
leifur er færði Aðalberti erkibiskupi þetta páfabréf. (Bisk.
Bmf. I, 61—62).
I Árbók Landsbókasafns Islands 1973 birti Magnús Már
Lárusson prófessor bréf Páls páfa þriðja til Jóns biskups
Arasonar, ásamt ýtarlegum skýringum. Þakkar hann þar
séra Frank Bullivant fyrir að hafa leitað uppi bréf þetta
að tilmælum sínum í bréfabók Páls páfa.
Það mun svo hafa verið um svipað leyti og mér barst
þetta bréf séra Bullivants, að ég rakst á páfabréfið í
norska fornbréfasafninu, sem getið er um í upphafi þessa
máls. Því brá ég á það ráð að biðja hann nú að grennslast
eftir bréfi Skálholtsbiskups til páfa.
Leið nú og beið og ekkert heyrðist frá Róm, enda ekki
von, því á árunum 1973 til 1975 dvaldi séra Bullivant vest-
anhafs, svo sem fyrr sagði. Næst gerist svo það, að við
hittumst í Rómaborg snemmsumars 1976, er við hjónin
vorum þar á ferð. Nutum við leiðsagnar séra Bullivants
um hina helgu borg, en hann er henni gagnkunnugur.
Meðal annars fylgdi hann okkur um skjalasafn Vatikans-
ins. Kom okkur örugglega þar að haldi kunningsskapur
hans við monsignor Burns, yfirskjalavörð. Þar sáum við
með eigin augum þau fornu skjöl sem séra Bullivant hafði
rekist á, og getið hefur verið um hér að framan, bæði inn-
2