Saga - 1977, Síða 35
Álitsgerð Skúla Magnússonar 1784
um brottflutning íslendinga vegna
MoöuharQindanna
Aðalgeir Kristjánsson bjó til prentunar
Á síðustu áratugum hafa nokkrir íslenzkir sagnfræðingar, þ. á m.
Þorkell Jóhannesson og Sigfús Haukur Andrésson, fjallað opinber-
lega um frásagnir í Islandssögubókum og sögusagnir um að til
greina hafi komið að flytja Islendinga á brott af landinu til Jót-
landsheiða eftir Móðuharðindin. Rækilegast hefur Sigurður Líndal
ritað um þetta efni, í Skírni 1971, bls. 38—59, en hvorki hann né
aðrir íslenzkir sagnfræðingar á þessari öld virðast þá hafa þekkt
álitsgerð Skúla Magnússonar um málið, enda hefur hún ekki verið
prentuð til þessa. Þykir hlýða að birta hana hér óstytta á frum-
málinu, því að hún varpar tvímælalaust nýju ljósi á þær umræður
sem greinilega hafa farið fram í Kaupmannahöfn um örlög Islend-
inga þessi ár.
t skjalasafni rentukammersins í Þjóðskjalasafni íslands er að
finna ódagsett, fyrirsagnarlaust og óundirritað fylgiskjal með rit-
hönd Skúla Magnússonar, sem er eitt af fjöldamörgum bréfum og
fylgiskjölum, sem safnað hefir verið saman undir eitt númer, sem
er konungsúrskurður merktur Isl. Joum. 6, nr. 1093, en áðurgreint
skjal hefur verið lagt sem fylgiskjal með bréfi frá Levetzow, síðar
stiftamtmanni, sem dagsett er 20. janúar 1785 og hefir númerið
Isl. Joum. 6, nr. 868, en síðan sett með mörgum öðrum bréfum undir
númerið Isl. Journ. 6, nr. 1093, sem áður getur, og er úrskurður
konungs í Lovsaml. V, bls. 216—221.
Bréf Levetzows er svar við bréfi frá rentukammerinu, sem skrifað
var 15. janúar 1785, þar sem leitað er álits Levetzows að flytja af
landi brott „omstrygende unyttige Bettlere, gamle Mænd og Koner,
forladte Böm, „som ikke kunde hjelpe sig selv“, Lovsaml. V, bls.
107. 1 svarbréfi sínu, sem getið er hér að ofan, telur Levetzow það
sannan velgjörning að losa landið við þetta fólk og leggur til, að
talan 500, sem rentukammerið var með, verði hækkuð upp í 800, þá
talar hann um þær ráðstafanir, sem gera þurfi vegna þessara fyrir-
huguðu mannflutninga, frá hvaða höfnum skuli flytja fólkið, skrán-