Saga - 1977, Síða 36
30
AÐALGEIR KRISTJÁNSSON
ingu þeirra, sem flytja eigi og konungsboð um þvingunaraðgerðir
við þá, sem kynnu að sýna mótþróa.
Levetzow hafði verið sendur til fslands ásamt Magnúsi Step-
hensen til að rannsaka Skaftáreldana og allar þær hörmungar, sem
í kjölfar þeirra fylgdu. Þeir komu til Kaupmannahafnar haustið
1784 og hafa að sjálfsögðu greint þar frá, hvernig málum var komið
og Magnús gaf út skýrslu um Skaftáreldana þennan vetur, sem er
ein af aðalheimildunum um þessar hrikalegu náttúruhamfarir.
Því hefir verið haldið fram, að Levetzow hafi átt hugmyndina
um þessa fólksflutninga, sem fjallað er um í bréfum til og frá
rentukammerinu í ársbyrjun 1785 og jafnvel miklu stórfelldari
mannflutningum, sem Magnús Stephensen og Hannes Finsen greina
frá í ritum sínum Eftirmælum átjándu aldar og Mannfækkun af
hallærum. Ekki er kunnugt um bréf frá honum til stjórnvalda þess
efnis, hins vegar skýtur þessari hugmynd upp í bréfi frá Jóni
Sveinssyni sýslumanni í Suður-Múlasýslu til rentukammersins 10.
júní 1784, Isl. Journ. 6, nr. 618. Þar leggur hann til að flytja „de
tienstdygtige omflakkende Folk“ til Danmerkur eða annarra hluta
Islands úr sýslu sinni. Þessari hugmynd var fálega tekið í rentu-
kammerinu. 1 bréfadagbókinni þar sem bréfið er skrifað inn, hljóðar
„Collegii Resolution" á þessa leið: „at före Folkene fra Stedet kunde
man nu for Tiden ikke indlade sig“. Hér er einnig sá munur á, að
Jón vill losa sýsluna við vinnufært fólk, en rentukammerið talar
um börn og gamalmenni og betlara, sem aðeins geta orðið landi
og þjóð til byrði.
Hins vegar virðist tillaga Jóns hafa skilið eftir sig fræ að mann-
flutningahugmynd þeirri, sem greint er frá hér að framan í bréfi
rentukammersins til Levetzows, og sama dag og Levetzow var skrif-
að, skrifaði rentukammerið flotastjórninni og stjórn konungsversl-
unarinnar um flutning á 500 manns frá íslandi og eru þessi bréf
ásamt bréfinu til Levetzows nr. 13, 14 og 15 í bréfabók rentukamm-
ersins varðandi Island árið 1785.
Flotastjórnin og stjórn konungsverslunarinnar svöruðu báðar
með bréfum dagsettum 21. janúar 1785, sem hafa númerin Isl. Journ.
6, nr. 866 og 867, en liggja með konungsúrskurðinum í Isl. Journ.
6, nr. 1003. Flotastjórnin telur best henta að senda tvö skip 80
„Commerce Læster" hvert, og segir að kostnaðurinn við „hvilke
Skibes Refragtning" verði tæpast minni en 7 til 8 þúsund dalir og
tryggingin greiðist að auki.
1 svarbréfi stjórnar konungsverslunarinnar segir, að nóg rými
muni reynast í kaupskipunum, þegar þau sigli frá Islandi, þvi að
lítil vara verði flutt frá landinu. Hún áætlar kostnaðinn 1720 dali
og 40 sk. við að flytja 500 manns til Danmerkur og innréttingin