Saga - 1977, Page 48
42
PETER G. FOOTE
hver annarri líkar. Svartr hinn sterki og Melkólfr þræll
mega fremur teljast fulltrúar sagnahefðar en raunveru-
legar persónur. Þrælar hafa sínu hlutverki að gegna í frá-
sögninni, og þeirra er freistað með frelsisgjöf, dýrmætasta
fjársjóði sem hugsast getur, eða þeir þiggja hana að laun-
um fyrir unnin afrek. Hins vegar eru þeir stundum látnir
bregðast við atburðum eins og aumir einskisvirtir aular
— eflaust höfundinum og hinum sjálfumglöðu lesendum
til gamans — og þá kemur fram sambland af bleyðiskap
og óðagoti hjá þrælnum, sem leiðir hann jafnvel til beinnar
tortímingar. Þrælar Arnkels í Eyrbyggja sögu eru gott
dæmi um þetta, og það mætti segja mér að glettinn höf-
undur hennar hafi notið þess að draga nafn þrælsins, sem
missti kjarkinn og kastaði sér í foss, einmitt af þeim
fossi og skíra hann Ófeig.2)
Ýmsar aðrar sagnir um þræla eru tengdar örnefnaskýr-
ingum. 1 LancLnámabók er hægt að rekja suma slíka kafla
til Styrmisbókar frá því snemma á 13. öld. Hægt er að velta
því fyrir sér, hvort sagan varð kveikjan að örnefninu eða
örnefnið að sögunni — eins og eflaust er um Ófeigsfoss og
mjög sennilega Þrælaskriðu, sem einnig kemur fyrir í
2) Eyrbyggja saga, 37. kap. (kaflatilvitnanir hér og annars staðar
eru miðaðar við íslenzk fomrit nema annað sé tekið fram). —
Það liggur í augum uppi að dæmi um þræla og leysingja í sög-
unum og Landnámu hefðu enga tölfræðilega þýðingu jafnvel
þótt þau væru öll sönn — þau geta í hæsta lagi brugðið upp
táknrænum myndum. Staðreyndin er hinsvegar sú, að af rúmlega
50 nafngreindum og ónafngreindum þrælum í Landnámu eru 32
eignaðir aðeins þremur mönnum. 1 Landnámabók og 13. kap.
Vatnsdæla sögu er ágreiningur um hvort nafngreindir menn
hafi verið þrælar eða ekki, en af 25 leysingjum í Landnáma-
bók virðast 2 greinilega hafa hlotið þennan stimpil frá Sturlu
Þórðarsyni, sjá íslendingabók, Landnámabók. Jakob Benedikts-
son gaf út (Islenzk fornrit I, 1968), 218, athugasemd 4 og til-
vitnun, 88, aths. 4—5. (Hér á eftir verður vitnað til þessarar
útgáfu sem Landn.; greinarmunur á gerðum aðeins viðhafður,
ef þörf krefur.)