Saga - 1977, Page 50
44
PETER G. FOOTE
kölluð Gálgavík. Þar voru þeir dysjaðir og leifar dysjar-
innar sáust enn um 1850 — þó ekki greinilega.8)
1 Gísla sögu hjálpar ambáttin Bóthildur Gísla til að
flýja undan ofsóknum Barkar hins digra. Hún setur hann
á land í Hjarðarnesi og rær síðan burt: „Ambáttin reri í
brott, alsveitt af mæði, ok rauk af henni". — Þar með er
hún úr sögunni. En fram undan eyjunum suður af Hjarð-
arnesi er klettur, sem heitir Ambáttarsker, — og liggur
ekki beint við að ætla, eins og menn gerðu á 19. öld og ef
til vill löngu áður, að þarna hafi veslings Bóthildur drukkn-
að á leiðinni heim til Hergilseyjar?9)
Af strokuþrælum eru eigi allfáar frægðarsögur. Þrælar
Ketils gufu gerðu uppreist og nöfn þeirra eiga að vera
falin í ömefnunum Kóranes, Svartssker, Skorrey og Þor-
móðssker. Frægastar eru þó sagnirnar um þræla Hjör-
leifs, sem drápu hann og flýðu til Vestmannaeyja (nefnd-
ar eftir þeim að sögn, en reyndar ekki Þrælaeyjar).10)
Landnámabók getur um tíu þræla og tilfærir nöfn fimm
þeirra; aðeins eitt nafnið er ótvírætt af keltneskum upp-
runa, Dufþakr. Þegar Landnáma var rituð var Dufþaksskor
þekktur staður á Heimaey (nú álitinn vera klettastallur
er nefnist Dufþekja),11) og fleiri ömefni í eyjunum áttu
að vera dregin af félögum Dufþaks. Á 17. öld þóttust menn
örugglega vita hvaða staðir það voru sem báru nöfn þræl-
anna — m.a. voru tilgreindar Vomúlaskor og jafnvel Jóns-
skor. Sumir töldu jafnvel að Helgafell væri skírt eftir ein-
um þræla Hjörleifs. Eiði, sem tengir Heimaklett og Klif,
hefur og stundum hlotið forskeytið Þræla-, að því er virðist
8) Rækilegust munnmæli um þetta er að finna hjá Jóni Þorkels-
syni, Þjóðsögur og munnmæli2 (1956), 174—6 („Eftir handriti
séra Friðriks Eggerz 1852“); sjá fleiri tilvitnanir í Islenzkum
fornritum IV (1935), 136, aths. 1, eða Landn., 164, aths. 3.
8) Gísla saga, 27. kap.; Kálund, Bidrag I, 547.
10) Egils saga, 77. kap. og Landn., 166—9 (Ketill gufa); Landn., 42,
44 (Hjörleifr).
11) Landn., 44, aths. 4.