Saga - 1977, Side 51
ÞRÆLAHALD Á ÍSLANDI 45
vegna þess að Landnáma segir að Ingólfur hafi fundið
strokumennina þar.12)
Fá örnefni eru leidd af „þræll“ eða „ambátt“, og nokk-
ur þeirra, sem hafa forskeytið þræl-, hljóta að teljast vafa-
söm vegna þess að það getur haft óeiginlega merkingu.
Þrælaboði er skammt frá Þrælaskriðu á Snæfellsnesi, og
sennilega af skriðunafninu spunninn. Þá eru nöfnin Þræley
og (Þræleyjar- eða) Þræleyravað eða Þrælastraumur
með stuttu millibili í Hvítá í Borgarfirði. Þrælsfell stend-
ur stakt á milli Svartárdals og Blöndudals. örnefnið Am-
báttarhól í Varmalækjarlandi er ekki hægt að tímasetja,
en Ambáttará á Vatnsnesi er á landamerkjum og eflaust
fornt. Fá og vafasöm dæmi eru um að þessi örnefni vísi
til landnytja eða annarra hluta: Ambáttarskeið, Þræls-
gata, Þrælsreitur, Þrælahaugar.13) Eflaust má finna fleiri,
en varla svo mörg að þau breyti miklu.
Sumar heimildirnar geta um bústaði leysingja, en í þeim
tilfellum eru örnefnin dregin af eiginnöfnum með hefð-
bundnum hætti: Vífilsstaðir eða Atlastaðir, svo að dæmi
séu nefnd. Þau eru ekki sérkennileg og mönnum hefur lengi
komið saman um, að ógerlegt sé að finna öruggt
12) Árni Magnússon, Chorographica Islandica (Safn til sögu Islands,
Annar flokkur, I. 2, 1955), 34; Þorkell Jóhannesson, Örnefni í
Vestmannaeyjum (1938), 41, 48.
13) K&lund, Bidrag I, 425 og aths. 1, 303; Sýslu- og sóknalýsingar
Hins íslenzka bókmenntafélags ... Húnavatnssýsla. Jón Ey-
þórsson bjó til prentunar (1950), 114; Jón Árnason, íslenzkar
þjóðsögur og ævintýri ... Árni Böðvarsson og Bjarni Vil-
hjálmsson önnuðust útgáfuna (1954-—61), II 567, aths. (65);
Landn., 214—5; Safn til sögu íslands II (1886), 305 (Ambáttar-
skeið við Helgafell, heimild frá 1703); Jarðabók Árna Magn-
ússonar og Páls Vídalíns VIII (1926), 211; IX (1930), 131;
Sóknalýsingar Vestfjarða. II. Isafjarðar- og Strandasýslur
(1952), 283; um „þrælsgerði" og eitt dæmi um Þrælatröð sjá bls.
48 hér á eftir. Magnus Olsen, Farms and fanes in ancient
Norway (1928), 122—3, tekur norsk TYæi-heiti í örnefnum sem
heimild um búsetu.