Saga - 1977, Side 53
ÞRÆLAHALD Á ÍSLANDI
47
voru í Mosfellssveit og' koma fyrir á skjali frá 1313 yfir
afgjöld greidd Viðeyjarklaustri.17) Þriðji bærinn með
þessu nafni er skammt fyrir sunnan Þingeyrar og í eigu
klaustursins þar 1525.18) Leysingjastaðir í Mosfellssveit
voru lágt metnir á miðöldum og voru á 17. öld orðnir að
Keldnakoti, í stopulli ábúð. Hinar tvær jarðirnar voru
taldar í meðallagi.19) Allir þrír „leysingja“-staðirnir voru
í nágrenni fomra stórbýla, og lega þeirra og stærð koma
sæmilega heim við þær hugmyndir, sem við mundum gera
okkur um tiltölulega rýrt land, sem fyrrverandi þræl eða
þrælum (fyrri liður getur verið fleirtala) var úthlutað á
landnámstímanum til eignar eða leiguábúðar í námunda
við höfuðbólið.20) Þrjú dæmi af þeim rúmlega 1150 staða-
nöfnum, er þekkjast á Islandi, nægja ekki til endanlegra
ályktana, þótt það liggi hins vegar í augum uppi, að fæð
og lega slíkra staða styðji ekki beint þá kenningu að þræla-
hald hafi verið fjölmennt og útbreitt á fslandi.
Landnámabók lýsir viðureign Lón-Einars og Laugar-
brekku-Einars: „Þar börðusk þeir ok fellu fjórir menn af
Lón-Einari, en þrælar hans tveir runnu frá honum ...
Þræll Laugarbrekku-Einars hét Hreiðarr; hann ... sá
... hvar þrælar Lón-Einars fóru; hann rann eptir þeim
ok drap þá báða í Þrælavík. Fyrir þat gaf Einarr honum
nafnið, sem ég hef rekist á samansett úr leysingr er Leysings-
lækur, á landamerkjum hjá bænum Heiði í Gönguskörðum, DI
III (1896), 498 (1394); getur hugsast að þetta nafn hafi breyst
og sé fyrri hluti þess dreginn af kvenkynsorðinu leysing?
17) DI II (1893), 377; sbr. Jarðabók III (1923—4), 300: „Kielldna-
kot, hjáleiga ... segja menn það hafi forn jörð verið og heitið
Lausingjastaðir að sögn gamalla manna." (Ég hef þessa tilvitn-
un frá Birni Teitssyni.)
18) DI IX (1909—13), 314.
10) Ólafur Lárusson, Byggð og saga (1944), 56; Björn Lárusson,
The Old Icelandic Land Registers (1967), 181, 232.
20) Sbr. (til gamans) „landrými sæmilegt, en magurt“ í lýsingu á
Leysingjastöðum í Þingeyrasókn, Sýslu- og sóknalýsingar ...
Húnavatnssýsla ... (1950), 66.