Saga - 1977, Síða 54
48
PETER G. FOOTE
frelsi ok land svá vítt sem hann fengi gert um þrjá daga.
Þat heitir Hreiðarsgerði, er hann bjó síðan.“21) Gerði er
þriðji algengasti liðurinn í íslenskum bæjanöfnum og
bendir til þess að bærinn hafi byggst eftir landnámsöld,
en tímasetning slíkra nafna er oft óljós og ekkert að græða
á mannanöfnum sem þau eru samsett með.22) Það er samt
fróðlegt að finna -gerSi í orðinu þrælsgerði, sem er fremur
samheiti en sérnafn. Þrælsgerði má víða finna, en þau eru
einkum algeng í Skagafirði. Ólafur Lárusson hefur fjallað
um þessi örnefni og komist að þeirri niðurstöðu, að á fæst-
um eða engum slíkra staða hafi verið búið.23) Vitaskuld
er hugsanlegt að þetta séu forn örnefni, a.m.k. í sumum
tilfellum, og notuð um afgirtan reit, sem þrælar hafi rækt-
að og nytjað. En þegar haft er í huga hvé seint þau birt-
ast í heimildum og hve mikinn áhuga Islendingar hafa
haft á umhverfi sínu og á fornum fræðum og sögum (eins
og af Hreiðari), getur þrælsgerðis-nafnið hæglega verið
síðar til komið. Hægt er að hugsa sér að það hafi verið
notað af handahófi um litla reiti, ef óvíst var um tilgang-
inn með þeim og uppruna þeirra, og að þessi nafnfesti hafi
upphaflega tíðkast á tilteknu svæði og breiðst þaðan út.
Þrælatröð heitir lítið ferhyrnt gerði á Brjánslæk á Barða-
strönd og er sennilega af svipuðu tagi.
21) Landn., 108—09; örnefnið Þrælavík hefur haldist fram að þessu,
en meiri vafi leikur á Hreiðarsgerði: 1861 og fyrr gat Árni
Thorlacius ekki staðsett það, en árið 1900 var Brynjólfi Jóns-
syni ljóst, hvar það var að finna, sjá Safn til sögu íslands
II (1886), 287, 298, og Árbók hins íslenzka fomleifafélags 1900,
23—4.
22) Ólafur Lárusson, Kulturhistorisk leksikon V (1960), 643—4.
23) Ólafur Lárusson, Landnám í Skagafirði (Skagfirzk fræði II,
1940), 162—4.
24) Grun um að slíkar skýringar geti verið seinni tíma uppspuni
vekur lýsing hjá Ólafi Olavius, Oeconomisk Reise ... (1780):
„Blængs- eller Klængsgerde ... meenes i forrige Tider at have
tient til Trælleboelig". (Þorsteinn Þorsteinsson frá Upsum dreg-
ur fram þessa tilvitnun í ritgerð sinni „Skýringar yfir örnefni