Saga - 1977, Page 55
ÞRÆLAHALD Á ÍSLANDI
49
Hverfum nú frá örnefnum og athugum hvaða ummerki
þrælahald kann að hafa skilið eftir í sjálfu málinu. Orð,
sem snerta þræla, hafa löngum átt sér hliðstæður á öðrum
sviðum og greiða samfylgd með því sem sagt er og skrif-
að um trúmál og stjórnmál, svo að ekki sé minnst á sjálfa
vinnuna. Þjónustuhugtakið, algjör undirgefni, t.d. þræls
gagnvart húsbónda, varð snemma ímynd kristilegrar auð-
mýktar. Það er athyglisvert, en þó ekkert einkennilegt, að
dæmi um orðið „þræll“ er Lexicon poeticum tilfærir úr
skáldakvæðum eru öll í samböndum eins og guðs þræll,
servus dei, og andstæðunni, djöfuls þrælar, servi diaboli
(sem átti við heiðna Serklandsbúa).
Málshættir og skyld orðatiltæki, sem lúta að þrælahaldi,
virðast talsvert algengari í íslensku máli en öðrum Norður-
landamálum, en vegna skorts á samanburðarrannsóknum
er erfitt að draga ályktanir af því.25) „Illt er að eiga þræl
að einkavin", og „Þræll einn þegar hefnist, en argur aldrei“
eru ugglaust fomir málshættir. Sá síðari virðist eiga að
sýna hve þræll sé skapbráður og ekki beinlínis auðmjúkur,
og yfirleitt lýsa talshættir því einkum hve þrælar séu
óáreiðanlegir, illgjarnir og illa þokkaðir. Sammannleg við-
sem tilheyra helst Svarfaðardal", er Kristján Eldjám birtir í
Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1975, 114, aths. 9.) Sbr. K&-
lund, Bidrag II, 97 (Um Blakks-, Blængsgerði) og I, 55 (um
Þrælatröð).
25) Bjami Vilhjálmsson og Óskar Halldórsson, íslenzkir málshættir
(1966), 374—5, telja upp 30 talshætti, og Sigfús Blöndal, íslenzk-
dönsk orðabók (1920—24) bætir einum við undir orðinu „þræll“.
Einar Seim, Norske ordtokje og herme (1965), 466, hefur 8 orða-
sambönd. Peder Lále virðist ekki hafa nein í sínu stóra safni
nema „Trald bær træ i legh“ (annar lesháttur: „Trold ber
tra ...“), sem svarar til hinnar íslensku myndar „þræll ber þrá
í leik“. A. Kock og C. af Petersens, Östnordiska ocli latinska
medeltidsordsprák (1889—94), 46 (nr 407) og 179 telja að hinn
danski lesháttur sé upprunalegri, en það virðist hæpið. Islenski
málshátturinn er stuðlaður á eðlilegan hátt (þ-þ, ekki þ-t) og
alls ekki óskiljanlegri en sá danski.
4