Saga - 1977, Blaðsíða 57
ÞRÆLAHALD Á ÍSLANDI
51
legri rannsókna, þó að hætt sé við að eftirtekjan verði rýr.
Meta þarf líkurnar á því, hvort íslensk orðatiltæki varðandi
þrælahald séu ósviknar málleifar, er hafi mótast af sam-
norrænni reynslu í þessum efnum, eða séu sprottin upp úr
séríslenskum jarðvegi með hugsanlegum stuðningi bók-
mennta. Sjálfur orðaforðinn bendir þó ekki til, að hann
sé upprunninn í þjóðfélagi er hafi haft fjölda undirgefinna
þræla innan vébanda sinna við heimilisstörf og aðra iðju.
Frá málleifum skulum við snúa okkur að fornleifum.
Hlekkir og svipa kann að teljast ótvírætt tákn um þræla-
hald, en fundin í gröf eru áhöld þau og klæði, sem kunna að
hafa einkennt þrælinn í lifanda lífi, ekki líkleg til að
verða óvéfengjanleg sönnunargögn um stöðu hans í sam-
félaginu. Þrælar gátu fylgt sér háttsettari mönnum í dauð-
ann, eins og lýsing Ibn Fadlans og sagan af Ásmundi Atla-
syni sýna,20) og fornleifafræðingar hafa getið þess til, að
í sumum tveggja manna gröfum séu húsbóndi eða hús-
móðir og þræll eða ambátt jörðuð saman. Önnur konan, sem
fannst í Oseberg-skipinu, til dæmis, hefur verið talin
ambátt, og fleiri slík tilfelli hafa komið fram á seinni ár-
um, einkum í Danmörku.30) Helst virðist þessi skýring
29) Landn., 102—5; sbr. P. Foote og D. M. Wilson, The Viking
Acliievement2 (1973), 411—2.
30) Sbr. t.d. H. Shetelig og Hj. Falk, Scandinavian Archaeology
(1937), 282-—3; H. Arbraan, Birka, Sveriges dldsta handelsstad
(1939), 87; H. Andersen, Nationalmuseets Arbejdsmark (1960),
26—7; T. Ramskou, í sama riti, 1963—5, 84-6; J. Skaarup, Skalk
(1972), no. 1, 4—9; Sigrid H. H. Kaland, Viking XXXVII
(1973), 95—6. (Else Roesdahl, Aarhus, hefur vinsamlega látið
mér dönsku tilvitnanirnar í té.) Fleiri stoðum þarf auðsæilega
að renna undir skýringuna á tvöföldu gröfunum til að gera
hana sennilegri. „Suttee“-kenning sumra fornfræðinga (að eigin-
kona gangi I dauðann með manni sínum) gerir málið að sumu
leyti flóknara, sbr. G. Bersu og David M. Wilson, Three Viking
Graves in the Isle of Man (1966), 90—1. Geta má þess, að síð-
ustu rannsóknir benda elcki til þess að „suttee“ hafi verið al-
gengur siður meðal germanskra þjóðflokka, sjá H. Engster, Das
Problem des Witwenselbstmordes bei den Germanen (1970).