Saga - 1977, Page 58
52
PETER G. FOOTE
fullnægjandi, er annað líkið hefur verið bundið og háls-
höggvið áður en því var kastað í gröfina. Engin íslensk
tveggja manna gröf hefur enn verið útskýrð þannig.31)
Ásmundur Atlason á að hafa látið í ljós vanþóknun höfð-
ingjans á samfylgd þræls í bátkuml sitt, og það hafa e.t.v.
verið skiptar skoðanir um þennan sið, jafnvel í heiðni.
Þau gögn, sem við höfum þannig athugað, eru afar fá-
tækleg. Samkvæmt Islendingasögum fyrirfundust þrælar
og unnu ýmis störf, en auðvitað er ekki hægt að semja
þjóðfélags- og efnahagssögu á grundvelli slíkra hefðbund-
inna sagna. Sögur skýra örnefni og örnefni skýra sögur,
en þar er ekki um að ræða einhlít hjálpargögn í leitinni að
svörum við þeim spumingum, sem við vildum gjarna
spyrja um eðli og útbreiðslu þrælahalds á Islandi. Tals-
hættir og orðatiltæki gefa kærkomnar vísbendingar, sem
þarfnast nánari samanburðarrannsókna, en geta ekki skap-
að heildarmynd. Islenskar fornleifarannsóknir koma ekki
að liði. Aðalheimildin um þrælahald eins og margt annað á
Islandi að fornu er það samsafn lagaákvæða, er við nefn-
um einu nafni Grágás. Efni hennar eykur stórlega við
þekkingu okkar um þræla og þrælahald á Islandi. Á hinn
bóginn veitir Grágás ekki fullkomna vitneskju og upplýs-
ingar hennar um þræla eru svo sundurlausar, að Vilhjálm-
ur Finsen, svo að dæmi sé nefnt, komst fyrir löngu að
þeirri niðurstöðu, að þrælahald hefði ekki verið mikilvæg-
ur þáttur í lífi landsmanna.32) Við munum því komast að
raun um, að okkur gefast næg tækifæri til ágiskana.
Aðalákvæði laganna um þræla snerta réttarstöðu þeirra
og barna þeirra, og samband þræls við eiganda sinn; um
þrældóm sem refsingu; skuldaþrælkun; lausn úr ánauð og
stöðu leysingja.33)
31) Islensk dæmi hjá Kristjáni Eldjárn í Kuml og Haugfé (1966),
218—19.
3a) Gg III 711 (sjá næstu aths.).
33) Tilvísunum er safnað til hægðarauka undir orðin „skuld“,
„þræll“, Gg III 673—5, 709—11. Sérstakar tilvitnanir eru að-