Saga - 1977, Page 59
ÞRÆLAHALD Á ÍSLANDI
53
Við fræðumst um stöðu og erfðarétt barns, sem á frjáls-
an föður en ambátt að móður, og barn frjálsrar konu með
þræli. Okkur skilst, að húsbóndi hafi í reynd haft ótak-
markaðan ráðstöfunarrétt yfir þræli sínum; hann gat not-
að hann sem gjaldmiðil til að greiða skuld; hann gat drep-
ið hann bótalaust nema á langaföstu eða helgidögum (hann
þurfti eflaust að skrifta fyrir að drepa hann hvenær sem
það var gert). Eigandi varð hins vegar að ala önn fyrir
þræli, hann gat krafist sekta og bóta ef þrællinn var
meiddur eða drepinn af öðrum mönnum, og ef þræll var
drepinn í návist hans, var honum heimilt að hefna hans á
stundinni; ef þræll lét lífið við að verja húsbónda sinn
varðaði það banamann hans skóggang. Að sumu leyti tald-
ist þrællinn aðeins búpeningur, en að öðru leyti hafði
hann nokkurn lagalegan rétt: hann fékk hluta af miska-
bótum, sem greiða varð, ef á hann var ráðist; í vissum
tilvikum var hægt að sækja hann að lögum og dæma hann
í útlegð, þ.e. honum var þá refsað opinberlega eins og
frjálsum manni, en ekki barinn eða skorinn sem nautgrip-
ur eigandans. Hann gat átt þátt í að greiða manngjöld og
var ákveðinn viss „réttr“, þó að sjálíar upphæðirnar væru
óverulegar. Hjónaband hans var líka gild stofnun, sbr.
hið alkunna ákvæði: „Rétt á þræll meira um einn hlut en
frjáls maðr. Þræll á vígt um konu sína þótt hún sé ambátt,
en eigi á frjáls maðr vígt um ambátt þótt hún sé hans
kona“.34)
Afar hörð refsing var lögð við því, ef þræll varð hús-
bónda sínum eða húsmóður að bana. Sakaraðila var skylt
að lemstra illvirkjann, og ef þræll, sem lá undir grun, var
gripinn af öðrum, skylduðu lögin þá til að pynda hann til
eins gefnar þegar texti er tekinn upp úr Grágás. Stafsetningin
er samræmd. Gg Ia-b = Grágás ... udgivet efter det Kongelige
Bibliotheks Haandskrift ... af Vilhjálmur Finsen (1852); Gg
II = Grágás ... Staðarhólsbók (1879); Gg lll = Grágcis ...
Skálholtsbók (1883).
34) Gg Ia 191.