Saga - 1977, Page 60
54
PETER G. FOOTE
sagna. Einn aðalvandinn í slíkum málum var, hversu skyldi
framfylgja réttvísinni og halda sæmd sinni, sem oftast
var hvort tveggja fólgið í því að krefjast manngjalda, en
þetta var erfitt í framkvæmd, þegar í hlut átti eignalaus og
umkomulítill maður í samanburði við hinn fallna og erf-
ingja hans. Unnt var að hefna sín á honum, en með því náð-
ist takmarkaður árangur. (Þetta var ein ástæðan til þess,
hve það þótti mikil sneypa að falla fyrir þrælshendi. Við
þekkjum hina kynngimögnuðu frásögn af því, er þrællinn
Karkr drap Hákon jarl hinn ríka.) Ákvæði íslenskra laga
undirstrika þá hættu sem var samfara þrælahaldi, þó að
líklegt megi telja, að bóndi í þá daga hafi ekki haft miklu
meiri áhyggjur af að eiga viðsjálan þræl en mannýgan tarf.
Landnámabólc og Islendingasögur þekkja tvennskonar
þræla, erlenda fanga, sem gátu verið írskir aðalsmenn eða
sænskar prinsessur, og þrælborna stétt líkt og segir frá í
Rígsþulu eða í sögninni um Hjalla í Atlakviðu og Atlamál-
um. Lögin kynna okkur fyrir fólki sem lenti í þrældómi
eða ánauð af öðrum sökum. Þrælahald er ein aðferðin, sem
þjóðfélagið hefur fundið upp til þess að hegna mönnum og
láta öreiga greiða sektir í tilvikum, þar sem hefndarverk
voru naumast viðeigandi. Hægt var að hneppa mann í þræl-
dóm fyrir smáhnupl; sá sem stolið var frá eignaðist þá
þjófinn, sem var gerður að þræl. Þetta var að nokkru leyti
gert til þess að bæta tjónið, en orðalag Grágásartextans
undirstrikar einnig niðurlæginguna: „Þar er kostr at
stefna um stuld þann til þrældóms ... svá sem þræll væri
faðir hans en ambátt móðir ok félli hann ánauðigr á jörð".
Þjófurinn var dæmdur til þrælkunar „fastr á fótum“, gert
að dvelja á ákveðnum stað og ofurseldur náð og miskunn
húsbónda síns.35)
Til var einnig eins konar skuldaþrælkun. Þá var þræll-
inn sjálfur ekki metinn til fjár, heldur vinna hans. Ef-
35) Gg Ib 165.