Saga - 1977, Page 61
ÞRÆLAHALD Á ÍSLANDI
55
laust var hægt að hneppa mann í skuldaþrælkun með gagn-
kvæmu samkomulagi skuldunauts og lánardrottins, en
um þetta giltu einnig sérstök lagaákvæði og kom þar aðal-
lega tvennt til greina. Slík lagaboð á líklega að skoða í
ljósi ákvæða um launagreiðslur og leigumála eins og við
rekumst á annars staðar í Grágás. 1 fyrra tilfellinu var
þeim beitt ef maður gat ekki framfleytt þeim, sem honum
var skylt að sjá fyrir, fyrst og fremst foreldrum sínum.
Varð hann þá skuldarmaðr fjarskylds ættingja, sem rækti
þessa skyldu í hans stað. Ennfremur var um skuldaþrælk-
un að ræða, þegar maður eða kona var keypt undan
þyngstu refsingu fyrir legorðssakir, og einhver utan nán-
ustu ættingja fékkst til þess að leggja fram borgun. Var
þá unnt að hneppa þau í nokkurs konar þrældóm til þess
að vinna af sér lánsféð. Ef sami maður lét það eftir sér
að eignast annað barn í lausaleik, var hann dæmdur til
ævilangrar þrælkunar.
Reginmunur var á skuldavist og ánauð. Lögin gera að
vísu engan mun á skuldarmanni og þræli í því sem snertir
vald húsbónda þeirra yfir þeim, en skuldarþrællinn var
frjáls þegar skuld hans var talin greidd. Það var ekki hægt
að selja eða gefa hann öðrum eða ráðstafa honum eins og
kvikfénaði, og hann naut fleiri mannréttinda en venjuleg-
ur þræll.
Lögin sýna einnig, að það var ekki miklum erfiðleikum
bundið að leysa þræl úr ánauð. Látið var gott heita og
virðist jafnvel hafa þótt sjálfsagt, að þræll ætti séreign
og gæti hugsanlega keypt sig lausan. Líka mátti styrkja
hann til þess með gjöf eða láni. Þrælnum var gefið frelsi,
þegar helmingur gjalds var greiddur, afganginn mátti
borga seinna. Þræll öðlaðist fullt frelsi við athöfn á þingi,
þar sem viðkomandi goði leiddi hann í lög. Því er lýst þann-
ig: „Hann skal taka kross í hönd sér ok nefna vátta í þat
vætti at hann vinnr eið at krossi, lögeið, ok segi ek þat
guði, at hann mun halda lögum sem sá maðr er vel heldr,