Saga - 1977, Síða 62
56
PETER G. FOOTE
ok hann vill þá vera í lögum með öðrum mönnum. Þeim
sé goð gramt er því nítir nema fé sínu bæti.“36) Slíkur
maður nefnist leysingi (leysingr). Réttur hans í þjóðfélag-
inu var nokkru lægri en frjálsborins manns, og frjálsgjaf-
inn og leysinginn voru ekki með öllu skildir að skiptum
(„ok skal hann í frjálsgjafaætt at framfærslu ok arf-
töku“)37), en börn leysingja urðu fullkomlega óháð og eng-
ar lagalegar hindranir á vegi þeirra. Lögin segja, að þræll
sem hlýtur frelsi að gjöf eða fyrir borgun, en er ekki leidd-
ur í lög, hafi engan „rétt“ og nefnist ,,grefleysingr“.38)
Það, sem lögin segja okkur um þrælahald á Islandi ér
sambland af fræðilegri viðurkenningu á, að þrællinn væri
eign húsbónda síns eins og hver annar búpeningur og því,
að hér væri þó um að ræða mannveru sem erfitt væri að
útiloka frá samfélaginu. 1 samanburði við stéttarbræður
sína í Skandinavíu virðist íslenski þrællinn hafa haft
heldur tryggari réttarstöðu. Hann naut nokkurs réttar
varðandi hjúskap, eignarrétt, miskabætur og réttarvernd.
Þetta bendir til þess, að hið íslenska samfélag hafi verið
frjálslyndara og virt einstaklinginn meira en gert var
annars staðar á Norðurlöndunum. Athöfnin, að leiða þræl-
inn í lög, rennir stoðum undir þessa skoðun, sé hún borin
saman við þrengri og hefðbundnari sið, sem tíðkaðist í
austurhluta Skandinavíu, en þar var þræll leiddur í ætt.
3«) Gg Ia 192.
37) Gg Ib 165.
38) Gg Ia 192. 1 hinu unga íslenska samfélagi, þar sem tiltölulega
lítil fjölbreytni var í tekjulindum manna, hefur það sennilega
þótt góð fjárfesting að lána fé til að kaupa þrælum frelsi.
Meðan hálffrjáls grefleysingr var að vinna af sér lausnargjald-
ið, var hann í svipaðri aðstöðu og skuldarmaður. Lögin nota
orðalagið að „eiga fé að þræli“ alveg eins og eiga að skuldar-
manni, sbr. setninguna í (iv) á bls. 65-6 hér á eftir; ennfremur
er sagt á einum stað, Gg II 189: „Þat er um þræla at sá maðr
skal þá fram færa er fé á at þeim,“ en hvort þetta á við um
skuldarmenn yfirleitt er óvíst.