Saga - 1977, Page 63
ÞRÆLAHALD Á ÍSLANDI
57
Það gekk ólíkt greiðara á Islandi að breyta þræli í frjálsan
mann heldur en í Vestur-Noregi og í Þrændalögum, þar
sem reglur varðandi þessi mál voru langtum flóknari og
þunglamalegri. I Gulaþingi var gert ráð fyrir að gagn-
kvæmar skyldur hvíldu á frjálsgjafa og leysingja og fjöl-
skyldum þeirra allt til þriðja liðar, og allt upp í fimmta
lið í Frostaþingi.39)
Afborgunarkerfið og hin einfalda lögleiðsla virðist benda
til þess, að á Islandi hafi hraustir þrælar síður en svo
verið lattir til að leita frelsis. Hafi verið tiltölulega auð-
velt að öðlast það, gefur auga leið, að þrælarnir hafi aldrei
verið mjög fjölmenn stétt. Þessir menn hefðu orðið feður
þrælafjölskyldna, ef þeir hefðu haldið áfram að vera á-
nauðugir, og lausn þeirra stuðlaði þannig á margfaldan
hátt að fækkun þrælastofnsins.
Flest lagaákvæði um þræla í Grágás (sum varða einn-
ig skuldarmenn) er að finna í VígslóSa, sem fyrst var
skráður veturinn 1117—18, Kristinna laga þætti, sömdum
milli 1122 og 1133 (sbr. hér á eftir), og í Baugatali, sem
er áreiðanlega fornt. Nokkur eru í Arfaþætti, ómagabálki
og Festaþætti, en í þeim er eins og vænta má aðallega f jall-
að um leysingja. I Rannsóknarþætti er því lýst, hvernig
þrældómur er notaður til refsingar fyrir þjófnað, Loks
eru tvö sjálfstæð ákvæði, sem hafa almenna þýðingu. I
kaflanum Um fjárleigur er á einum stað heimilað að greiða
„í mani“, með rétti til endurlausnar innan ákveðins tíma,
ef þrællinn er heimaalinn.40) I kaflanum Um hreppasldl
er sagt um fjórðungsómaga og hreppsómaga: „Þá menn
skal eigi af landi selja né í skuld taka“. Þetta staðfestir til-
vist skuldaþrælkunar og bendir til að útflutningur fólks,
sennilega ungs fólks, hafi ekki verið óþekkt fyrirbæri.41)
39) Sjá Kulturhistorisk leksikon X (1965), 521—6, með tilvitnunum.
40) Gg Ib 143.
41) Gg Ib 172; sbr. Jónsbók, Mh 5. grein (úr Landslögum Magnúsar
lagabætis IV, 7, Norges gamle Love II (1848), 53).