Saga - 1977, Page 64
58
PETER G. FOOTE
Menn hljóta að hafa byrjað að skrásetja lög um 1100,
og við vitum að byrjað var á mikilvægri skrásetningu
1117. Lögin varðveittust eflaust jöfnum höndum í munn-
legri og ritaðri geymd og báðar gerðir voru lagðar að
jöfnu fram eftir tólftu öld, uns sú síðarnefnda útrýmdi
hinni fyrri algjörlega. Um það bil öld mun síðan hafa liðið
þar til hin miklu lagasöfn Konungsbólc og StaðarhólsbóJc
(c. 1260—80) voru skráð, en frá þeim er vitneskja okkar
um lögin einkum runnin. Ösennilegt er, að þau sundur-
lausu ákvæði, sem fjalla um þræla og leysingja, hafi fyrst
verið lögtekin á þessu tímabili, og vart munu þau yngri en
frá upphafi 12. aldar. Tímabilið frá 1120 til skrásetningar
Konungsbókar og Staðarhólsbókar er auðugt af margs kon-
ar rituðum heimildum, og ber þar hæst Biskupasögur og
Sturlungu. Ef spurt er, hvað þessar heimildir segi okkur
um þrælahald á Islandi er svarið: alls ekki neitt. Hvergi
er minnst á þræla né skuldarmenn, hvergi talað um ánauð-
uga forfeður manna eða um leysingja. Það er engu líkara
en þrælahald sé þá ekki til og menn vilji ekki viðurkenna
að það hafi nokkurn tíma verið til á íslandi.
Um 1200 eða þ.u.b. var íslendingum núið því um nasir að
þeir væru þrælaættar, eins og kemur fram í hinum fræga
eftirmála Landnámabólcar42) (e.t.v. sömdum af Styrmi
Kárasyni). En um þetta var einmitt hægt að brigsla þeim
vegna þess að þá voru engir þrælar né leysingjar til á
landinu. Menn vissu samt að þrælar höfðu verið á Islandi
snemma á öldum og einnig að norska samfélagið, sem land-
námsmennirnir komu frá, hafði verið rammlega stétt-
greint. Hins vegar höfðu menn nú fyrir sér félagslega og
lagalega skipan íslensks samfélags, þar sem allir voru
ekki einungis frjálsir, heldur nutu sama réttar, og þetta
hlaut að vekja þá hugmynd að frjálsir menn hlytu að hafa
blandast saman við hina ánauðugu. Sumir Islendingar á
42) 1 Þórðarbók úr Melabók, sjá Landn., cii-iii.