Saga - 1977, Síða 65
ÞRÆLAHALD Á ÍSLANDI
59
12. og 13. öld voru því áreiðanlega komnir af þrælum. Að
íslendingar vildu ekki viðurkenna það sjálfir er að ýmsu
leyti skiljanlegt, og ekki síst ef þeir voru sjálfir þeirrar
skoðunar að þrælahald hefði aldrei verið þýðingarmikið á
Islandi og gjörsamlega horfið fyrir löngu. Og þetta mátti
til sanns vegar færa.
Ef við leggjum frá okkur lögbækurnar og flettum upp
í tveimur fslendingasögum, er þar að finna frásagnir um
síðustu þrælana í íslenskri sögu. Önnur er Draumur Þor-
steins Síöu-Hallssonar frá Austufjörðum, e.t.v. skráð um
1240. Hin er í Ljósvetninga sögu, líklega skráð um svipað
leyti, þó ef til vill nokkru síðar. Þorsteinn Síðu-Hallsson
er sagður hafa verið drepinn af þræli sínum, sem var
írskur og nefndur Gilli, og var það haft fyrir satt, að í
æðum hans rynni írskt kóngablóð. Þorsteinn hafði vanað
þrælinn, og á þetta að hafa gerst um 1055. Tengsl Þorsteins
við Irland eru sennileg: hann barðist við Clontarf 1014
og mun hafa farið í verslunarferð til Dyflinnar á dögum
Magnúsar hins góða, 1035—47.43) Dublin „hélt áfram að
vera aðalþrælamarkaður breskra hafna að minnsta kosti
þangað til seint á tólftu öld“,44) en þessi beinu tengsl milli
Islands og Irlands virðast álíka sjaldgæft fyrirbæri eftir
1030 eins og Gilli sjálfur. Það er varasamt að líta á Gilla
sem fulltrúa stéttar sinnar, og geldingarsagan sýnir, ef
hún er sönn, að Þorsteinn hafði ekki áhuga á þrælafjölgun.
— 1 Ljósvetninga sögu kynnumst við persónu, sem kölluð
er Þorsteinn skuldarmaður, og er hann líka nefndur
„heimamaðr Gunnsteins", en þegar hans er fyrst getið,
hefur hann titilinn „þræll“. Þetta er einnig á tímabilinu
1050—60, og Þorsteinn er, eins og Björn Sigfússon segir,
„í senn síðasti þrællinn og eini skuldarmaðurinn, sem þekk-
43) Sjá Jón Jóhannesson, íslenzk fornrit XI (1950), cii-ix.
44) E. I. Bromberg „Wales and the mediaeval slave trade“, Speculum
17 (1942), 263—9 (sjá einkum 265 og aths. 5).