Saga - 1977, Page 72
66
PETER G. FOOTE
kemr á banasári, hvergi er land á, nema þrælar veiði eða
skuldarmenn — þá á sá er fé átti at þeim mönnum.59)
Við rekum strax augun í ákvæðið í tilvitnun (iv) um
eignarrétt á dauðum bimi. Það er algjörlega veraldlegt
á sama hátt og þræll og skuldarmaður eru í (ii) og (iii)
tæknilega skilgreindir án sérstakrar kristilegrar merking-
ar. Þessi atriði hafa vissulega ekki verið innleidd með
hinni kristnu löggjöf.
Reglur um helgihald hljóta að hafa verið til á Islandi
fyrir daga Ketils biskups og Þorláks, og ólíklegt er að
ákvæði eins og (ii) og upphaf (iii) hafi verið ný af nál-
inni um 1120. Sumt eða allt í (iii) er tilgreint sem nýmæli
í StaSarhólsbók, en sennilegast er, að nýjungin sé ekki
fyrst og fremst fólgin í því, hvernig hinir seku voru
flokkaðir, heldur í því kristilega hugarfari sem lýsir sér
í því að taka fáfræði og harðýðgi gildar sem málsbætur.
Hvað hina ánauðugu áhrærði, gat slík viðurkenning að-
eins verið stutt og eðlilegt skref frá þeirri skoðun, að hús-
bændur bæru einir félagslega og siðferðislega ábyrgð á
þrælum sínum. Líka er hugsanlegt, að þegar undirstrikuð
er ábyrgð húsbónda fram yfir fólk hans og frjáls manns
fram yfir ánauðugan hafi hinir klerklærðu lögspekingar
ekki einungis tekið mið af ríkjandi þjóðfélagsástandi, held-
ur ætlast til að lögin skyldu bæði taka til raunverulegra og
hugsanlegra atvika. Dálítið svipað má finna í bréfi sem
Eiríkur erkibiskup ritar íslenskum biskupum 1189. Hann
telur m.a. upp ástæður fyrir því að rifta hjúskap og er ein
þeirra sú, ef sá reynist „at þræli, er þú hugðir frjáls
væri“.60) En þar er hann að skýra kanoniskan rétt en ekki
einstakt tilfelli, svo að þetta er að sjálfsögðu ekki sönnun
50) Gg Ia 31, II 40, III 34.
60) DI I (1857—76), 284—9 (bréfið er aðeins þekkt í íslenskri þýð-
ingu); sbr. E. Friedberg, Corpus iuris canonici (1879—81), I
1093—4, II 692—3.