Saga - 1977, Page 73
ÞRÆLAHALD Á ÍSLANDI 67
þess að þrælahald hafi enn verið við lýði á Islandi um
þær mundir.
Athyglisverðasta heimildin um þrælahald er klausan,
sem merkt er (i) hér á undan, og hún freistar til ályktana
um þjóðfélagið, sem setti sér slík lög. Ef við lesum eina
sér setninguna í Konungsbók: „ok heimta hann sem aðra
mansmenn“, fáum við ekki aðeins þá hugmynd að slíkur
prestur væri ánauðugur, heldur beinlínis einn í allstórum
hópi þræla. En þó að ferða- og athafnafrelsi slíks prests
væri heft, var hér alls ekki um venjulegan þræl að ræða.
Hvorki uppeldissamningurinn, sem skuldbatt hann til þjón-
ustu við ákveðna kirkju, né yfirleitt kanoniskur réttur
heimilar slíka ályktun.61) Orðasambandið sem aJöra verð-
ur þá að skiljast á sama hátt og í öðrum samsvarandi sam-
böndum í merkingunni „sem annars“, „á sama hátt“ og
„eða eins og hann væri“.62) Það dregur nokkuð úr áhrifum
setningarinnar, að taka verður eintölumyndina „ sem ann-
an mansmann“ (Staöarhólsbók) fram yfir fleirtöluna í
Konungsbók (eintalan er reyndar í öllum öðrum handritum
af Kristinna laga þætti, sem við þekkjum).63) Fimmtar-
dómssakir lágu við því að hýsa eða hafa samneyti við
U1) Gg Ia 17, II 20; sbr. Kulturkistorisk leksikon VIII (1936), 475.
Vissulega er hug'sanlegt að á íslandi eins og annars staðar hafi
þræll verið leystur úr ánauð og látinn læra til prests, svo að
hann gæti þjónað kirkju húsbónda síns. Burchard biskup í
Worms (d. 1025) gaf út fyrirmæli um að slíkan prest mætti
svipta kjóli og kalli og hneppa í þrældóm á ný, ef hann gerðist
óhlýðinn kirkjubónda sínum, Burcliardi ... Decretorum libri
XX, lib. III, cap. ccxxxiv. (Patrologia Latina CXL (1880), 665).
Sbr. ennfremur tilskipanir Gregoriusar páfa IX, E. Friedberg,
Corpus iuris canonici (1879—81), II 141—3.
c“) Sjá t.d. Gering-Sijmons, Kommentar zu den Liedern der Edda.
Erste Hdlfte: Götterlieder (1927), 318 (um „sem vaner aþrer“);
og Hallvard Mageroy i Maal og minne 1976, 58—79 (einkum
60—61, 65, 68—9).
°3) Gg III 19, 68, 112, 163 (sjá hér síðar), 246, 288, 321.