Saga - 1977, Side 74
68
PETER G. FOOTE
strokuprest alveg eins og strokuþræl, þótt ákvæðin varð-
andi þá síðarnefndu hljóti að vera eldri að uppruna.
Ákvæðið að leggja strokuprest og strokuþræl að jöfnu
er að líkindum frá þeim tíma er slíkir kirkjuprestar komu
fyrst fram á sjónarsviðið, löngu áður en Kristinna laga
þáttr var skráður. Höfundar kristnilaga virðast hafa talið
að ákvæðin varðandi meðferð á strokuþrælum væru nægi-
lega skýr annars staðar í lögunum. Engir textar eru þó til
þar að lútandi, og gæti sá skortur bent til þess, að slík
ákvæði hefðu verið felld niður á fyrri hluta 12. aldar. Það
virðist því vissara að leggja ekki of djúpan skilning í
klausu (i), og útiloka ekki þann möguleika að hún sé leif.
Þegar öll kurl koma til grafar virðist öruggt að draga þá
ályktun af Kristinna laga þætti, að biskupar og starfsbræð-
ur þeirra hafi vissulega þekkt hugtakið þrælahald, en alls
ekki virðist öruggt að draga af honum almennar ályktan-
ir um útbreiðslu þess á Islandi um 1120.
1 Arnarbælisbók (AM 135 4to) er forvitnileg mynd af
tilvitnuninni „sem annan mansmann", en þar stendur
„sem annan skuldarmann".64) Ritarinn, sem tók orðið
skuldarmaðr fram yfir mansmaðr, þekkti sennilega ekki
aðra ófrjálsa menn en þá sem hnepptir höfðu verið í
skuldaþrælkun um stundarsakir, og eins og áður segir, er
ástæða til að ætla, að sá siður hafi haldist um nokkurt
skeið eftir að venjulegir þrælar voru úr sögunni. Því mið-
ur getum við aðeins reynt að giska á, hvenær þessi texta-
breyting hafi verið gerð. Skuldarmaðr, í lagalegri merk-
ingu þess orðs, virðist einungis koma fyrir í lagatextum
og einu sinni í Ljósvetninga sögu eins og áður var sagt,
og þá tengt mannsnafni.65) Arnarbælisbók var rituð á síð-
64) Gg III 163.
65) 1 Jónsbók kemur orðið aðeins einu sinni fyrir og þá í merking-
unni lánardrottinn, Kvg 12. gr. úr Landslögum Magnúsar, V 12.
gr. (Norges gamle Love II (1848), 86). 1 Egils sögu, 22. kap„
stendur „Konungr ... bað ganga út konur ok ungmenni ok
gamalmenni, þræla ok mansmenn". Sigurður Nordal, íslenzk