Saga - 1977, Page 77
ÞRÆLAHALD Á ÍSLANDI
71
sínum til handa og virðingu okkar allra.68) Svipaða lexíu
fáum við í Víga-Glúms sögu. Hún er eins og við vitum
raunsæ saga og dregur helst fram eiginleika svo sem eig-
ingirni, sjálfbyrgingsskap og hefnigirni. Þegar sögunni
víkur til Islands tendrast glettnisglampi hjá höfundi, en
í henni ber yfirleitt meira á varfærnislegu hugrekki en
leiftrandi hetjudáð. Knöpp og kjarnyrt er lýsingin á bar-
daganum á Hrísateigi, þar sem Glúmr hrasaði og var hætt
kominn, en þrælar hans tveir lögðust þá ofan á hann og
tóku við spjótsstungunum sem ætlaðar voru húsbónda
þeirra. Már, sonur Glúms, getur skopast að föður sínum
fyrir að nota þrælana sem skjöld, en þegar samið var um
manngjöld, þótti höfundi það vera í samræmi við forna
hefð, að víg þrælanna skyldu lögð að jöfnu við víg fjand-
manna Glúms, þrátt fyrir stéttarmun.69) Til eru fornir og
frægir atburðir úr veruleika og skáldskap er lýsa sams
konar hetjuskap og fórnfýsi, en það lætur engan ósnortinn,
sem les Víga-Glúms sögu, að í þessum kaldranalega heimi
skyldu það einmitt vera þrælar, sem fórnuðu þannig lífi
sínu og gáfu öllum öðrum fagurt fordæmi. E.t.v. sýnir
hollusta þrælanna líka, hvers konar húsbónda höfundurinn
telur Glúm hafa verið.
Það mætti ætla, að þeirri hugmynd að þrælar gætu einn-
ig verið vænstu menn, hafi verið allt að því troðið upp á
rithöfunda 13. aldar, sem höfðu ríka þjóðemisvitund og
komust ekki hjá því að vita, að þeir voru að hluta komnir
af þrælum og leysingjum. Þeir gátu í fyrsta lagi sýnt
leysingjann sem ættgöfugan fanga og í öðru lagi gætt
hann óbifandi hugrekki og trúmennsku, skapað hugþekka
cs) Gisla saga, 20. og 27. kap.
°9) Víga-Glúms saga, 23. kap.; sbr. Gg Ia 190—1: „Ef þræll hleypr
undir vápn manna fyrir dróttin sinn ok varðar skóggang þá víg
hans.“