Saga - 1977, Page 78
72
PETER G. FOOTE
persónu, ekki síst meðan yfir stóð hrunadans fláráðrar
Sturlung-aaldar.
Viðhorfin sem þarna koma fram sýna, hve sagnaritar-
arnir voru glöggir á menn og málefni. Hér er þó varla
nægilegt að grípa til rómantískra skýringa, sjálfsvirðingar
eða listræns innsæis höfundanna. Manni býður í grun að
þeir hafi búið að þeirri reynslu sem Islendingar urðu fyrir
í landi sínu á frumbýlingsárunum. 1 umróti víkingaaldar
lentu göfugir menn og konur vissulega í ánauð, einmitt
um það leyti sem Island var að byggjast. Þá sigldu saman
frjálsir menn og þrælar, hvernig sem þeir hafa orðið það,
um úfinn sjó áleiðis til Islands, þar sem friðsælir dalir og
víðáttumikil öræfi biðu þeirra allra. Þar snæddu þeir sama
mat við sama eld, hnepptir saman í fjötra framandi lands.
Meðal landnema skiptir stétt og uppruni minna máli en
í rótgrónum samfélögum. Lífskjör landnemanna á þessari
afskekktu eyju hafa orðið til þess að losa um helsi það,
sem þrælamir báru, og stuðla að upplausn stéttarinnar.
Líklega voru þessir þrælar heldur aldrei mjög margir.
Þeim — eða að minnsta kosti börnum þeirra — tókst því
að aðlagast íslensku samfélagi fljótt og sársaukalítið. 1
hvaða mynd sem þrælahald hefur tíðkast á 11. öld, hefur
það naumast haft almennt þjóðfélagslegt eða efnahagslegt
gildi.
Ég hef reynt að leiða nokkrum getum að því, hvers
vegna þrælahald var áfram umrætt fyrirbæri í lögum frá
12. öld og sögum frá 13. öld.70) Tortryggni nútíma sagn-
fræðinga gagnvart þessum heimildum getur talist eðlileg
vegna þess að undangengnum kynslóðum hefur hætt til að
trúa þeim hiklaust orð fyrir orð, en það má þó ekki verða
70) Mjög athyglisverður fyrirlestur eftir Henry Loyn er nýkominn
út, The Free Anglo-Saxon (An inaugural lecture ... 29. April
1975, University College, Cardiff). Þar fjallar hann m.a. um
hvarf þrælastéttar á Englandi á tímabilinu 1080—1180. Heild-
armyndin hjá honum getur e.t.v. varpað ljósi á hliðstæða þróun
á Islandi á 11. öld.